Sandkorn - 8. þáttur: Búið og blessuð börnin

Tómas og Baldvin hafa margt að ræða, gera upp, endurskoða, spekúlera og skella upp úr yfir á meðan horft er yfir fjörið í alvörunni. Móðurhjarta í rústum, dauðsföllum fjölgar, mömmustrákur með magnandi berserksgang og allar byssur komnar á loft. Baldvin lítur yfir stærra ferðalagið, hvernig hugmyndin var á bak við stysta þátt seríunnar sem þó inniheldur 14 mínútna langa “klæmax” senu. Kannað er grimmt og hressilega hvort allt komi heim og saman á þessari taugatrekkjandi endastöð þar sem lokauppgjör karaktera ákvarðar endanlega útkomu. Eru þræðir of opnir? Eru holur í handriti? Kemst tilfinningakjarninn til skila? Tókst vel til að gera subbuskapinn smekklegan? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið fram hjá áhorfendum í gegnum alla þáttaröðina?

600
1:10:42

Vinsælt í flokknum Sandkorn