Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu vígt í dag
Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi í Kópavogi var vígt í dag með pompi og prakt. Rauður dregill var lagður fyrir íbúa í Boðaþingi, félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, bæjarstjóra Kópavogs og forráðamenn Hrafnistu, sem voru viðstaddir opnunina.