Komið nóg af áföllum fyrir Akranes
Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins . Verði af tollunum sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið.