Stéttarfélög skoða aðbúnaðinn
Stéttarfélögum og ASÍ hafa borist nokkrar tilkynningar um slæman aðbúnað launafólks hjá Vy-þrifum og fyrirtækjum tengdu því. Þetta herma heimildir fréttastofu. Vísbendingar um dvöl fólks á vörulager í Sóltúni eru komnar á borð lögreglu.