Ísland í dag - Með fimm æxli í heila

Brynhildur Lára Hrafnsdóttir er níu ára stelpa með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem leggst á taugarnar og lamar þær. Hún er með átta æxli í líkamanum, þar af fimm í höfðinu og er Lára í dag blind. Batahorfur eru óljósar en þessi klára og duglega stelpa elskar ekkert meira en að perla og selur nú armbönd, lyklakippur og hálsmen á Facebook. (Perlu-búð-Láru) Sindri hitti Láru og fjölskyldu hennar sem segir okkur alla söguna í Íslandi í dag í kvöld en eins og gefur að skilja hefur þessi vegferð ekki verið fjölskyldunni auðveld. Þá má þess geta að annað kvöld verða haldnir styrktartónleikar fyrir Láru í Seljakirkju þar sem margir af okkar helstu tónlistarmönnum koma fram.

6331
12:06

Vinsælt í flokknum Ísland í dag