Endurskoða skotvopnalöggjöf í Ástralíu

Fjöldi fólks safnaðist saman við Bondi-strönd í Ástralíu í dag og lagði niður blóm og kerti í minningu þeirra sem voru drepin í skotárásinni í gær. Fimmtán eru látin, þar á meðal tíu ára gömul stúlka, og ellefu liggja þungt haldin á spítala. Feðgar stóðu að baki árásinni og stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í dag að sonurinn hafi verið til rannsóknar fyrir nokkrum árum vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamska ríkið.

3
01:39

Vinsælt í flokknum Fréttir