Ísland í dag - Persónulegasta myndin
Fjórða mynd Hlyns Pálmasonar hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Myndin hefur vakið mikla lukku innan sem utan landsteinanna en hefur þó að einhverju leyti skipt fólki í fylkingar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í þessum þætti af Íslandi í dag og ræðum við aðalhlutverkin og leikstjórann sem segja ferlið hafa verið stútfullt af gullkornum. Um er að ræða eina persónulegustu mynd Hlyns til þessa og Sverrir Guðnason tengir við myndina úr sínu eigin lífi. Saga Garðarsdóttir segist hafa átt allt öðruvísi upplifun en Sverrir á Rauða dreglinum á Cannes.