Bíó og sjónvarp

Sækir um skilnað frá Schneider

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Patricia Maya Azarcoya Schneider hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Rob Schneider.
Patricia Maya Azarcoya Schneider hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Rob Schneider. Getty

Sjónvarpsframleiðandinn Patricia Maya Azarcoya Schneider hefur sótt um skilnað frá leikaranum Rob Schneider eftir fimmtán ára hjónaband. Það er þriðja hjónaband leikarans sem fer í vaskinn.

Mexíkóska slúðurblaðið TV y Novelas greindi fyrst frá málinu á þriðjudag og hafa aðrir fjölmiðlar vestanhafs síðan greint frá málinu.

Hjónin kynntust árið 2007 þegar Patricia var nítján en Rob 44 ára og byrjuðu að slá sér upp. Hann var þá nýbúinn að skilja við aðra eiginkonu sína, Helenu Schneider, eftir þriggja ára hjónaband. Rob og Patricia giftu sig sex árum síðar, þann 23. apríl 2011 í Beverly Hills í Kaliforníu. Þau hafa búið undanfarin ár í Arizona og eiga saman tvær dætur, fæddar 2012 og 2016.

Rob og Patricia á frumsýningu Happy Gilmore 2 með dætrum sínum.Getty

Patricia hefur starfað sem framleiðandi í sjónvarpi og kvikmyndum auk þess sem hún kennir pílates. Rob öðlaðist frægð sem meðlimur SNL á tíunda áratugnum, færði sig síðan yfir í kvikmyndir og varð hluti af vinahópnum sem leikur í öllum gamanmyndum Adams Sandler, nú síðast Happy Gilmore 2 (2025). Undanfarin ár hefur hann þó vakið meiri athygli, aðallega neikvæða, fyrir skoðanir sínar á bólusetningum barna og trans fólki.

Samkvæmt upplýsingum sem erlendir miðlar hafa undir höndunum sótti Patricia um skilnaðinn þann 8. desember. Hjónabandið væri endanlega brostið og engin leið að bæta úr því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.