„Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Aron Guðmundsson skrifar 27. janúar 2026 17:09 Hólmfríður Dóra segir farir sínar ekki sléttar í samtali við íþróttadeild Sýnar Vísir/Bjarni Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er mjög sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands fyrir að treysta henni ekki til þáttöku á komandi Vetrarólympíuleikum. Sambandið segir ákvörðunina tekna með hennar langtíma hagsmuni til hliðsjónar. Hólmfríður segist sjálf vera best til þess fallin að meta þá. „Ég fékk þessa símhringingu í gær þar sem mér var tjáð að ég hefði ekki verið valin til þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Mílano Cortina núna í febrúar. Þetta er auðvitað bara áfall fyrir mig og gífurleg vonbrigði,“ segir Hólmfríður í samtali við Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég er náttúrulega búin að vera undirbúa mig fyrir þessa leika í fjögur ár, sá alltaf fram á að vera fara en varð fyrir þessu óhappi, meiðslum, núna í desember sem setti strik í reikninginn.“ Klippa: Sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands Fylgdu ströngu plani Það var fyrir rúmum einum og hálfum mánuði síðan sem Hólmfríður varð fyrir því óláni að brjóta sköflungsbein á æfingu og gekkst hún undir skurðagerð skömmu síðar. Um var að ræða lítið brot í tibial plateau, efsta fleti sköflungsins. Hólmfríður var þá að æfa sig fyrir heimsbikarmót í St.Moritz í Sviss en eftir aðgerðina fór hún að huga að endurhæfingu og hélt í vonina um að geta tekið þátt á Vetrarólympíuleikunum. „Ég fór í aðgerð úti í Sviss og var tilkynnt af aðgerðarlækni þar að ég ætti enn góða möguleika á að keppa á leikunum ef endurhæfingin gengi vel.“ Skíðakonan öfluga deildi bataferli sínu á samfélagsmiðlum og upplifði hún góðan bata dag frá degi og var laus við hækjur þann 6. janúar síðastliðinn. „Við fylgdum ströngu og mjög hörðu endurhæfingarplani. Fylgdum því í þaula og endurhæfingin hefur gengið vonum framar.“ Gífurleg vonbrigði Í dag var hins vegar landsliðshópur Íslands frá Skíðasambandinu opinberaður fyrir Vetrarólympíuleikana og var þar nafn Hólmfríðar ekki að finna. Í tilkynningu sambandsins var sagt frá því að mat sérfræðinga væri á þá leið að ekki væri ráðlegt fyrir Hólmfríði að keppa á leikunum. „Þetta eru bara gífurleg vonbrigði fyrir mig. Fyrst og fremst er ég bara sár að fá ekki traustið frá Skíðasambandi Íslands að láta reyna á þetta. Það eru enn tvær og hálf vika til stefnu fyrir keppni í risasviginu sem er mín aðalgrein. Ég hélt það væri markmiðið, að leyfa mér að halda þessu íslenska sæti, leyfa mér að reyna. En það var ekki staðan. Þessi ákvörðun var tekin í gær. Ég er bara mjög svekkt og mjög sár.“ Hólmfríði líður í dag mjög vel líkamlega. „Mér líður bara ótrúlega vel. Ég er á sirka sjöundu viku núna, beinið er í raun gróið. Það er ekki fullgróið en það getur tekið einhvern tíma að fullgróa. Ég fyrst og fremst vildi bara fylgja planinu sem ég fékk frá aðgerðarlækninum. Mér líður vel, ég var búin að vera mjög opinská með að ég treysti mér til þess að keppa í febrúar. Þetta er bara sárt.“ Sjálf best til þess fallin að meta eigin hagsmuni Hún er ósammála skýringum Skíðasambands Íslands á að velja hana ekki fyrir komandi Vetrarólympíuleika en Hólmfríður fékk þær útskýringar að ákvörðunin væri tekin með hana langtíma hagsmuni að leiðarljósi. „Ég verð bara að vera ósammála því og segja að ég ein sé best til þess fallin að meta mína langtíma hagsmuni. Ég er ekki sammála þessu en þetta er helsti rökstuðningurinn frá sambandinu.“ Í aðdraganda valsins var Hólmfríður send í læknisskoðun á vegum skíðasambandsins. „Þann 15.janúar síðastliðin og kom bara nokkuð vel út úr henni. Ég er að vinna við þetta, að vera íþróttamaður og sinna endurhæfingu og kem því betur út heldur en meðal maðurinn en ég fór líka í myndgreiningar sem komu nokkuð vel út og tek líka tvö styrktarpróf hjá sjúkraþjálfara. Fer samt út til Ítalíu Eins og staðan var þá sá ég bara fram á að fara á Vetrarólympíuleikana og við værum að fara láta reyna á skíðaæfingarnar en það er bara leiðinlegt að það hafi ekki verið látið á það reyna. Hólmfríður ætlar sér hins vegar að halda út til Ítalíu í fyrramálið þar sem leikarnir fara fram. „Ég held mínu plani og þarf að taka ákvörðun varðandi næstu skref en ætla mér að vera á Ítalíu á meðan á leikunum stendur, fylgjast með íslenska hópnum og styðja þau. Ég óska þeim auðvitað öllum virkilega góðs gengis. Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Skíðaíþróttir Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Sjá meira
„Ég fékk þessa símhringingu í gær þar sem mér var tjáð að ég hefði ekki verið valin til þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Mílano Cortina núna í febrúar. Þetta er auðvitað bara áfall fyrir mig og gífurleg vonbrigði,“ segir Hólmfríður í samtali við Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég er náttúrulega búin að vera undirbúa mig fyrir þessa leika í fjögur ár, sá alltaf fram á að vera fara en varð fyrir þessu óhappi, meiðslum, núna í desember sem setti strik í reikninginn.“ Klippa: Sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands Fylgdu ströngu plani Það var fyrir rúmum einum og hálfum mánuði síðan sem Hólmfríður varð fyrir því óláni að brjóta sköflungsbein á æfingu og gekkst hún undir skurðagerð skömmu síðar. Um var að ræða lítið brot í tibial plateau, efsta fleti sköflungsins. Hólmfríður var þá að æfa sig fyrir heimsbikarmót í St.Moritz í Sviss en eftir aðgerðina fór hún að huga að endurhæfingu og hélt í vonina um að geta tekið þátt á Vetrarólympíuleikunum. „Ég fór í aðgerð úti í Sviss og var tilkynnt af aðgerðarlækni þar að ég ætti enn góða möguleika á að keppa á leikunum ef endurhæfingin gengi vel.“ Skíðakonan öfluga deildi bataferli sínu á samfélagsmiðlum og upplifði hún góðan bata dag frá degi og var laus við hækjur þann 6. janúar síðastliðinn. „Við fylgdum ströngu og mjög hörðu endurhæfingarplani. Fylgdum því í þaula og endurhæfingin hefur gengið vonum framar.“ Gífurleg vonbrigði Í dag var hins vegar landsliðshópur Íslands frá Skíðasambandinu opinberaður fyrir Vetrarólympíuleikana og var þar nafn Hólmfríðar ekki að finna. Í tilkynningu sambandsins var sagt frá því að mat sérfræðinga væri á þá leið að ekki væri ráðlegt fyrir Hólmfríði að keppa á leikunum. „Þetta eru bara gífurleg vonbrigði fyrir mig. Fyrst og fremst er ég bara sár að fá ekki traustið frá Skíðasambandi Íslands að láta reyna á þetta. Það eru enn tvær og hálf vika til stefnu fyrir keppni í risasviginu sem er mín aðalgrein. Ég hélt það væri markmiðið, að leyfa mér að halda þessu íslenska sæti, leyfa mér að reyna. En það var ekki staðan. Þessi ákvörðun var tekin í gær. Ég er bara mjög svekkt og mjög sár.“ Hólmfríði líður í dag mjög vel líkamlega. „Mér líður bara ótrúlega vel. Ég er á sirka sjöundu viku núna, beinið er í raun gróið. Það er ekki fullgróið en það getur tekið einhvern tíma að fullgróa. Ég fyrst og fremst vildi bara fylgja planinu sem ég fékk frá aðgerðarlækninum. Mér líður vel, ég var búin að vera mjög opinská með að ég treysti mér til þess að keppa í febrúar. Þetta er bara sárt.“ Sjálf best til þess fallin að meta eigin hagsmuni Hún er ósammála skýringum Skíðasambands Íslands á að velja hana ekki fyrir komandi Vetrarólympíuleika en Hólmfríður fékk þær útskýringar að ákvörðunin væri tekin með hana langtíma hagsmuni að leiðarljósi. „Ég verð bara að vera ósammála því og segja að ég ein sé best til þess fallin að meta mína langtíma hagsmuni. Ég er ekki sammála þessu en þetta er helsti rökstuðningurinn frá sambandinu.“ Í aðdraganda valsins var Hólmfríður send í læknisskoðun á vegum skíðasambandsins. „Þann 15.janúar síðastliðin og kom bara nokkuð vel út úr henni. Ég er að vinna við þetta, að vera íþróttamaður og sinna endurhæfingu og kem því betur út heldur en meðal maðurinn en ég fór líka í myndgreiningar sem komu nokkuð vel út og tek líka tvö styrktarpróf hjá sjúkraþjálfara. Fer samt út til Ítalíu Eins og staðan var þá sá ég bara fram á að fara á Vetrarólympíuleikana og við værum að fara láta reyna á skíðaæfingarnar en það er bara leiðinlegt að það hafi ekki verið látið á það reyna. Hólmfríður ætlar sér hins vegar að halda út til Ítalíu í fyrramálið þar sem leikarnir fara fram. „Ég held mínu plani og þarf að taka ákvörðun varðandi næstu skref en ætla mér að vera á Ítalíu á meðan á leikunum stendur, fylgjast með íslenska hópnum og styðja þau. Ég óska þeim auðvitað öllum virkilega góðs gengis.
Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Skíðaíþróttir Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Sjá meira