Menning

Halla T meðal sofandi risa

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hjónin Kristján Maack ljósmyndari og Steinunn Sigvaldadóttir ásamt Höllu Tómasdóttur forseti og Birni Skúlasyni forsetamaki glæsileg á opnun sýningar Kristjáns Sofandi risar. 
Hjónin Kristján Maack ljósmyndari og Steinunn Sigvaldadóttir ásamt Höllu Tómasdóttur forseti og Birni Skúlasyni forsetamaki glæsileg á opnun sýningar Kristjáns Sofandi risar.  Vilhelm Gunnarsson

Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti.

Í fréttatilkynningu segir: 

„Á sýningunni Sofandi risar kynnumst við persónulegri sýn ljósmyndarans Kristjáns Maack á hlýnun jarðar og aðrar loftslagsbreytingar í heiminum.

Myndir hans sýna jökulform sem titill sýningarinnar vísar til – ægifögur en um leið ógurleg. 

„Skriðjöklarnir eru útverðir jöklana, þar vakna risarnir og rísa reistir til himins eftir milljón ára svefn. Rumskandi risum fylgir mikil fyrirferð og hávaði,“ segir Kristján.  

Markmið Kristjáns með sýningunni er að veita áhorfandanum innsýn inn í hverfandi veröld íshalla þar sem hinir „sofandi risar“ myndast og hverfa jafnharðan.“ 

Sýningin, sem er á Ljósmyndasafninu, stendur til fimmta apríl. 

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á svæðinu og smellti af nokkrum góðum myndum: 

Margt um manninn á opnun ljósmyndasýningar Kristjáns Maack.Vilhelm Gunnarsson
Kristján Maack, Steinunn Sigvaldadóttir, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason ræða listina.Vilhelm Gunnarsson
Kristján Maack brosti breitt á opnun.Vilhelm Gunnarsson
Gestir grandskoða listina.Vilhelm Gunnarsson
Kristján Maack ávarpaði gesti.Vilhelm Gunnarsson
Ungur listunnandi.Vilhelm Gunnarsson
Gestir voru glaðir með sýninguna.Vilhelm Gunnarsson
Heiða Björg borgarstjóri hélt tölu.Vilhelm Gunnarsson
Guðbrandur Benediktsson sagði nokkur orð.Vilhelm Gunnarsson
Kristján Maack, Steinunn Sigvaldadóttir, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason glæsileg.Vilhelm Gunnarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.