Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2026 12:55 Linda kynntist ástinni á Spáni fyrir þremur árum og er í skýjunum með fundinn. Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin. Linda hefur mikið fjallað um ástarsambönd og oft flækjustig þeirra í vinsælum pistlum sínum á Smartlandi. Þar hefur hún meðal annars skoðað hvernig flókið getur verið að stofna til ástarsambanda þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og nýjar áherslur eru til staðar í lífinu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa skemmtilegu reynslusögu Lindu. Froskurinn breyttist aldrei í prins „Ég var nú orðin hundleið á að vera ein, eins og svo margir sem eru búnir að vera lengi einir. Og ég held að það sé svona í eðli okkar hreinlega að vilja þennan félagsskap,“ segir Linda og heldur áfram. „Ég var eiginlega að gefast upp, það var alveg sama hvaða frosk maður reyndi að kyssa, hann breyttist ekki í prins. En svo fyrir þremur árum síðan þá hitti ég minn mann úti á Spáni. Og við vissum hvort af öðru alveg frá því að við vorum krakkar, því að við erum bæði frá Seyðisfirði og foreldrar okkar voru vinir.“ Hún segir að þau hafi bæði vitað allt um fjölskyldur hvort annars. „Þannig að það var ekkert erfitt að kynnast. En það tók okkur svolítið langan tíma kannski að ákveða að þetta væri það sem við vildum og kannski sérstaklega hjá mér. Ég held að ég hafi verið orðin svolítið pikkí. Það sem ég var að leita mest eftir var einhver sem var hægt að treysta, einhver sem var góður við börnin mín og var fjölskylduvænn. Ég fann þetta í honum og hann svona sannaði sig bara með tímanum og hann stóð með mér í gegnum veikindaferlið sem ég fór nú í gegnum og er bara ný farin að vera almennileg eftir. Og þar sýndi hann alveg þá mannkosti sem ég kunni að meta.“ Hún segir að fljótlega hafi þau ákveðið að taka þetta alla leið. Allir tóku þessu vel „Þegar við erum komin á þennan aldur og það eru börn, þú veist, úr fyrri samböndum, þá finnst mér einhvern veginn að fólk verði líka aðeins að hjálpa hvort öðru og tryggja hvort annað og þetta er eitthvað sem fólk vill helst ekki tala um. Við ákváðum bara að fara á kvenréttindafrídaginn og skella okkur til sýslumanns og létum pússa okkur saman og vorum bara með tvo vini með okkur. En börnin okkar, það vissi enginn af þessu.“ Linda segir að fjölskyldan hafi öll tekið þessu vel. „En þá hugsuðum við með okkur, af því að hann varð sextugur á árinu og ég 65 ára að vera með einhverja veislu og af hverju ekki brúðkaupsveislu? Þá fékk ég bara vinkonu mína til að koma og blessa sambandið og þá var þetta bara eins og önnur gifting í rauninni. Og allir voða ánægðir og veislan tókst vel og allir glaðir.“ Ísland í dag Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Sjá meira
Linda hefur mikið fjallað um ástarsambönd og oft flækjustig þeirra í vinsælum pistlum sínum á Smartlandi. Þar hefur hún meðal annars skoðað hvernig flókið getur verið að stofna til ástarsambanda þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og nýjar áherslur eru til staðar í lífinu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa skemmtilegu reynslusögu Lindu. Froskurinn breyttist aldrei í prins „Ég var nú orðin hundleið á að vera ein, eins og svo margir sem eru búnir að vera lengi einir. Og ég held að það sé svona í eðli okkar hreinlega að vilja þennan félagsskap,“ segir Linda og heldur áfram. „Ég var eiginlega að gefast upp, það var alveg sama hvaða frosk maður reyndi að kyssa, hann breyttist ekki í prins. En svo fyrir þremur árum síðan þá hitti ég minn mann úti á Spáni. Og við vissum hvort af öðru alveg frá því að við vorum krakkar, því að við erum bæði frá Seyðisfirði og foreldrar okkar voru vinir.“ Hún segir að þau hafi bæði vitað allt um fjölskyldur hvort annars. „Þannig að það var ekkert erfitt að kynnast. En það tók okkur svolítið langan tíma kannski að ákveða að þetta væri það sem við vildum og kannski sérstaklega hjá mér. Ég held að ég hafi verið orðin svolítið pikkí. Það sem ég var að leita mest eftir var einhver sem var hægt að treysta, einhver sem var góður við börnin mín og var fjölskylduvænn. Ég fann þetta í honum og hann svona sannaði sig bara með tímanum og hann stóð með mér í gegnum veikindaferlið sem ég fór nú í gegnum og er bara ný farin að vera almennileg eftir. Og þar sýndi hann alveg þá mannkosti sem ég kunni að meta.“ Hún segir að fljótlega hafi þau ákveðið að taka þetta alla leið. Allir tóku þessu vel „Þegar við erum komin á þennan aldur og það eru börn, þú veist, úr fyrri samböndum, þá finnst mér einhvern veginn að fólk verði líka aðeins að hjálpa hvort öðru og tryggja hvort annað og þetta er eitthvað sem fólk vill helst ekki tala um. Við ákváðum bara að fara á kvenréttindafrídaginn og skella okkur til sýslumanns og létum pússa okkur saman og vorum bara með tvo vini með okkur. En börnin okkar, það vissi enginn af þessu.“ Linda segir að fjölskyldan hafi öll tekið þessu vel. „En þá hugsuðum við með okkur, af því að hann varð sextugur á árinu og ég 65 ára að vera með einhverja veislu og af hverju ekki brúðkaupsveislu? Þá fékk ég bara vinkonu mína til að koma og blessa sambandið og þá var þetta bara eins og önnur gifting í rauninni. Og allir voða ánægðir og veislan tókst vel og allir glaðir.“
Ísland í dag Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Sjá meira