Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2026 10:29 Maðurinn hafði starfað sem leigubílstjóri í tæp fjörutíu ár. Eftir að lög um leigubifreiðaakstur voru sett árið 2022 varð dómur sem hann hlaut fyrir vændiskaup árið 2014 frágangssök. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum aldraðs leigubílsstjóra sem fékk rekstrarleyfi sitt ekki endurnýjað vegna þess að hann keypti vændi fyrir rúmum áratug. Maðurinn sakaði Samgöngustofu meðal annars um að mismuna leigubílstjórum eftir uppruna. Samgöngustofa synjaði manninum, sem er á áttræðisaldri og sagður hafa starfað sem leigubílstjóri í tæp fjörutíu ár, um endurnýjun rekstrarleyfis í janúar árið 2024. Forsenda synjunarinnar var ákvæði í lögum um leigubifreiðaakstur frá árinu 2022 sem kveður á um að þeir sem hafi gerst sekir um kynferðisbrot skuli ekki fá rekstrarleyfi. Leigubílstjórinn greiddi 100.000 króna sekt þegar hann var dæmdur fyrir vændiskaup árið 2014. Innviðaráðuneytið staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í júlí árið 2024. Maðurinn stefndi þá ríkinu og krafðist þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Héraðsdómur sýknaði ríkið í dómi sem féll rétt fyrir jól. Taldi afleiðingarnar ekki í samræmi við alvarleika brotsins Stefna leigubílsstjórans byggði meðal annars á því að brot hans hefði verið smávægilegt og það hefði aðeins leitt til fésektar. Of íþyngjandi væri fyrir hann að vera bannað að starfa sem leigubílstjóri út ævina. Hann hefði haft lífsviðurværi sitt af akstri leigubíla um áratugaskeið og ætti fjárhagslegt öryggi sitt undir heimild til akstursins. Þá hélt hann því fram að umsækjendum um rekstrarleyfi væri mismunað eftir uppruna þar sem erlendir einstaklingar fengju rekstrarleyfi á grundvelli takmarkaðra sakarvottorða frá heimaríkjum sínum en íslenskum ríkisborgurum væri synjað um leyfi þar sem íslensk sakaskrá veitti upplýsingar um dóma án tímamarka. Dómurinn hafnaði rökum mannsins. Samgöngustofa óskaði alltaf eftir íslensku sakarvottorði og frá öðrum ríkjum ef umsækjendur hefðu verið búsettir erlendis. Stjórnvöld gerðu þannig sömu kröfur til allra umsækjenda, óháð fyrri dvalarríkjum þeirra. Málskostnaður var felldur niður og naut leigubílstjórinn gjafsóknar frá ríkinu sem greiddi lögmanni hans 1,4 milljónir króna. Dómsmál Leigubílar Vændi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Samgöngustofa synjaði manninum, sem er á áttræðisaldri og sagður hafa starfað sem leigubílstjóri í tæp fjörutíu ár, um endurnýjun rekstrarleyfis í janúar árið 2024. Forsenda synjunarinnar var ákvæði í lögum um leigubifreiðaakstur frá árinu 2022 sem kveður á um að þeir sem hafi gerst sekir um kynferðisbrot skuli ekki fá rekstrarleyfi. Leigubílstjórinn greiddi 100.000 króna sekt þegar hann var dæmdur fyrir vændiskaup árið 2014. Innviðaráðuneytið staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í júlí árið 2024. Maðurinn stefndi þá ríkinu og krafðist þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Héraðsdómur sýknaði ríkið í dómi sem féll rétt fyrir jól. Taldi afleiðingarnar ekki í samræmi við alvarleika brotsins Stefna leigubílsstjórans byggði meðal annars á því að brot hans hefði verið smávægilegt og það hefði aðeins leitt til fésektar. Of íþyngjandi væri fyrir hann að vera bannað að starfa sem leigubílstjóri út ævina. Hann hefði haft lífsviðurværi sitt af akstri leigubíla um áratugaskeið og ætti fjárhagslegt öryggi sitt undir heimild til akstursins. Þá hélt hann því fram að umsækjendum um rekstrarleyfi væri mismunað eftir uppruna þar sem erlendir einstaklingar fengju rekstrarleyfi á grundvelli takmarkaðra sakarvottorða frá heimaríkjum sínum en íslenskum ríkisborgurum væri synjað um leyfi þar sem íslensk sakaskrá veitti upplýsingar um dóma án tímamarka. Dómurinn hafnaði rökum mannsins. Samgöngustofa óskaði alltaf eftir íslensku sakarvottorði og frá öðrum ríkjum ef umsækjendur hefðu verið búsettir erlendis. Stjórnvöld gerðu þannig sömu kröfur til allra umsækjenda, óháð fyrri dvalarríkjum þeirra. Málskostnaður var felldur niður og naut leigubílstjórinn gjafsóknar frá ríkinu sem greiddi lögmanni hans 1,4 milljónir króna.
Dómsmál Leigubílar Vændi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira