Enski boltinn

Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alphonse Areola fékk dæmt á sig vítaspyrnu fyrir þetta brot hans á Morgan Gibbs-White. 
Alphonse Areola fékk dæmt á sig vítaspyrnu fyrir þetta brot hans á Morgan Gibbs-White.  Getty/Julian Finney

Nottingham Forest vann 2-1 endurkomusigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í lok leiksins.

Alphonse Areola, markvörður West Ham, var dæmdur brotlegur gegn Morgan Gibbs-White í hornspyrnu en Gibbs-White skoraði sjálfur sigurmarkið úr vítinu.

Eftir leikinn sagði Tomas Soucek, miðjumaður West Ham: „Fyrir mér er þetta brandari. Ég sá þetta aftur og ég held að við gætum fengið tuttugu vítaspyrnur í hverjum leik ef þetta á að vera svona. Ég kom í ensku úrvalsdeildina því ég hélt að hún væri harðasta deild í heimi og við værum allir baráttumenn og stríðsmenn, en þetta líkist meira körfubolta þar sem þú mátt ekki snerta leikmann,“ sagði Tomas Soucek eftir leikinn.

„Þetta er það sem ég sá. [Areola] fór í boltann, ég held að ég hafi hreinsað hann og hann var þá þegar farinn. Við skildum ekki af hverju VAR var notað og svo vítaspyrnan, þannig að þetta var erfitt fyrir okkur alla,“ sagði Tomas Soucek.

Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik West Ham og Nottingham Forest



Fleiri fréttir

Sjá meira


×