Enski boltinn

Gvardiol þarf að fara í að­gerð og City horfir til Guéhi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Króatíski landsliðsmaðurinn Josko Gvardiol meiddist gegn Chelsea.
Króatíski landsliðsmaðurinn Josko Gvardiol meiddist gegn Chelsea. getty/Catherine Ivill

Varnarmaður Manchester City, Josko Gvardiol, þarf að fara í aðgerð eftir að hafa fótbrotnað í leiknum gegn Chelsea.

Gvardiol var tekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks í 1-1 jafnteflinu við Chelsea á sunnudaginn.

Í ljós kom að Gvardiol fótbrotnaði í leiknum í fyrradag og hans bíður aðgerð vegna þessara meiðsla.

Rúben Dias, félagi Gvardiols í vörn City, fór einnig meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea. John Stones er sömuleiðis á meiðslalistanum og því er varnarlína City ansi þunnskipuð.

Í ljósi stöðunnar horfir City til Marcs Guéhi, fyrirliða Crystal Palace. Samningur enska landsliðsmannsins við bikarmeistarana rennur út í sumar og þeir gætu því freistast til að selja hann í þessum mánuði.

City hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum og er sex stigum á eftir toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Næsti leikur City er gegn Brighton á Etihad annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×