Sport

Dag­skráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn

Aron Guðmundsson skrifar
Landsliðskonan Rebekka Rut Steingrímsdóttir er lykilmaður í toppliði KR.
Landsliðskonan Rebekka Rut Steingrímsdóttir er lykilmaður í toppliði KR. Vísir/Anton Brink

Boðið er upp á athyglisverðar viðureignir og toppslag í beinni útsendingu á sportrásum Sýnar í kvöld ásamt því að enski boltinn heldur áfram að rúlla. 

Á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö hefst toppslagur Njarðvíkur og KR í Bónus deild kvenna í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar þegar að tólf umferðir hafa verið leiknar og ljóst að það verður ekkert gefið eftir í leik liðanna í kvöld. 

Á sama tíma á Sýn Sport Ísland 2 tekur Stjarnan á móti Grindavík. Fyrir leikinn er Grindavík í 5.sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppsætinu á meðan að Stjarnan vermir 7.sæti með 10 stig, sex stigum minna en Grindavík. 

Þá taka nýliðar Ármanns á móti Hamar/Þór í sannkölluðum botnslag en liðin verma neðstu tvö sæti deildarinnar og eru bæði með tvö stig. Leikur þessara liða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 3

Það er þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þessa dagana og einn leikur á dagskrá í kvöld þegar að 21. umferð hefst með viðureign West Ham United og NOttingham Forest. Fallbaráttuslagur þar sem að andar köldu á milli stjóra West Ham, Nuno Espirito Santo, og eiganda Nottingham Forest en Nuno var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Forest fyrr á tímabilinu og er nú sjálfur undir mikilli pressu í starfi hjá West Ham. Leikur þessara liða hefst klukkan átta og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. 

Að þeim leik loknum tekur Lokasóknin svo við á Sýn Sport þar sem að rýnt er í stöðuna í NFL deildinni þar sem að fer að draga til tíðinda með úrslitakeppni deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×