Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Smári Jökull Jónsson skrifar 5. janúar 2026 13:30 Hildur Sunna Pálmadóttur er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir lög ekki óskýr hvað smásölu áfengis varðar. Augljóst sé að slík sala á helgidögum sé brot á áfengislögum en koma verði í ljós hver niðurstaða dómstóla verði. Lögregla hefur á síðustu vikum í tvígang lokað sölustöðum netverslana sem selja áfengi. Annars vegar um helgina en hins vegar á öðrum degi jóla en í reglugerð um smásölu áfengis er sala bönnuð á ákveðnum dögum, meðal annars helgidögum Þjóðkirkjunnar. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglu, segir ástæðu aðgerðanna vera að lögreglan telji starfsemina ólöglega. Fyrir liggi kæra gagnvart Smáríkinu fyrir ólöglega smásölu en millifyrirtaka í því máli fer fram síðar í málinum. „Þar til niðurstaða dómstólanna liggur fyrir um hvort svo sé þá að sjálfsögðu heimilum við ekki að slíkir staðir stundi hina meintu ólögmætu smásölu á helgidögum, sem er augljóst brot á áfengislögum. Þegar Vínbúðirnar, sem hafa slíka heimild, gera það ekki,“ sagði Hildur Sunna í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við teljum að áfengið þurfi að vera erlendis“ Hildur Sunna vísar þá í reglugerð um smásölu áfengis þar sem fram kemur að afgreiðslutími útsölustaða áfengis skal ekki vera lengur en frá átt að morgni til ellefu að kvöldi. Einnig að útsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og á frídegi verslunarmanna. Þá segir í áfengislögum að ÁTVR hafi einkaleyfi til smásölu áfengis. Hildur Sunna segir að lögin varðandi smásölu áfengis séu ekki óskýr. „Hins vegar hafa fyrirtæki hér á landi hafið rekstur og telja sig hafa einhvers konar heimild til að selja áfengi og afhenda í gegnum erlend félög. Það er það sem þetta mál snýst um. Þau telja að af því félagið er erlent þá upfylli þessi framkvæmd reglur EES-samningsins en við teljum að áfengið þurfi að vera erlendis þegar þú pantar það og sent til einstaklinga erlendis frá,“ segir Hildur Sunna ennfremur. Það sé lögreglu að ákæra og hennar túlkun sé að um sé að ræða smásölu. „Þá hlýtur það að vera eðlilegt að við grípum til ráðstafana og gerum fyrirtækjunum að stöðva sölu áfengis á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og áfengislög kveða skýrt á um að sé óheimilt.“ Stöðvuðu afhendingu en ekki heimsendingu Í viðtali við eiganda Nýju vínbúðarinnar á Rúv segir hann lokanir lögreglu undanfarið byggja á misskilningi. Nýja vínbúðin sé einungis afhendingarstaður en ekki smásala. Í aðgerðum lögreglu á öðrum degi jóla, þegar sölustöðum Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar var lokað þá gátu viðskiptavinir áfram fengið áfengi sent heim en lokað var fyrir afhendingu í verslun. „Það er auðvitað framkvæmd að stöðva afhendinguna sem að í rauninni var ekki farið í og það er bara ekki vegna þess að við teljum það lögmætt, heldur bara vegna fyrirhafnar að fara að stöðva sendla sem eru auðvitað gríðarlega margir og starfsemin umfangsmikil,“ segir Hildur Sunna og bætir við að áfengislögin geri ekki ráð fyrir starfsemi fyrirtækja sem þessa. „Því hefði auðvitað verið ákjósanlegt að löggjafinn hefði haft frumkvæði að því að breyta þeim í samræmi við það sem að þau telja réttast. En löggjafinn telur augljóslega, miðað við það var ekki gert, að lögin séu bara skýr. Að ÁTVR hafi einkaleyfi til einkasölu, þannig eru lögin og því ákærum við fyrir þessa háttsemi því við teljum hana ekki uppfylla skilyrði laga.“ „Svo er spurning hvað löggjafinn gerir eftir að dómur fellur í málinu, hvernig sem hann fer.“ Netverslun með áfengi Áfengi Lögreglumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lögregla hefur á síðustu vikum í tvígang lokað sölustöðum netverslana sem selja áfengi. Annars vegar um helgina en hins vegar á öðrum degi jóla en í reglugerð um smásölu áfengis er sala bönnuð á ákveðnum dögum, meðal annars helgidögum Þjóðkirkjunnar. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglu, segir ástæðu aðgerðanna vera að lögreglan telji starfsemina ólöglega. Fyrir liggi kæra gagnvart Smáríkinu fyrir ólöglega smásölu en millifyrirtaka í því máli fer fram síðar í málinum. „Þar til niðurstaða dómstólanna liggur fyrir um hvort svo sé þá að sjálfsögðu heimilum við ekki að slíkir staðir stundi hina meintu ólögmætu smásölu á helgidögum, sem er augljóst brot á áfengislögum. Þegar Vínbúðirnar, sem hafa slíka heimild, gera það ekki,“ sagði Hildur Sunna í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við teljum að áfengið þurfi að vera erlendis“ Hildur Sunna vísar þá í reglugerð um smásölu áfengis þar sem fram kemur að afgreiðslutími útsölustaða áfengis skal ekki vera lengur en frá átt að morgni til ellefu að kvöldi. Einnig að útsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og á frídegi verslunarmanna. Þá segir í áfengislögum að ÁTVR hafi einkaleyfi til smásölu áfengis. Hildur Sunna segir að lögin varðandi smásölu áfengis séu ekki óskýr. „Hins vegar hafa fyrirtæki hér á landi hafið rekstur og telja sig hafa einhvers konar heimild til að selja áfengi og afhenda í gegnum erlend félög. Það er það sem þetta mál snýst um. Þau telja að af því félagið er erlent þá upfylli þessi framkvæmd reglur EES-samningsins en við teljum að áfengið þurfi að vera erlendis þegar þú pantar það og sent til einstaklinga erlendis frá,“ segir Hildur Sunna ennfremur. Það sé lögreglu að ákæra og hennar túlkun sé að um sé að ræða smásölu. „Þá hlýtur það að vera eðlilegt að við grípum til ráðstafana og gerum fyrirtækjunum að stöðva sölu áfengis á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og áfengislög kveða skýrt á um að sé óheimilt.“ Stöðvuðu afhendingu en ekki heimsendingu Í viðtali við eiganda Nýju vínbúðarinnar á Rúv segir hann lokanir lögreglu undanfarið byggja á misskilningi. Nýja vínbúðin sé einungis afhendingarstaður en ekki smásala. Í aðgerðum lögreglu á öðrum degi jóla, þegar sölustöðum Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar var lokað þá gátu viðskiptavinir áfram fengið áfengi sent heim en lokað var fyrir afhendingu í verslun. „Það er auðvitað framkvæmd að stöðva afhendinguna sem að í rauninni var ekki farið í og það er bara ekki vegna þess að við teljum það lögmætt, heldur bara vegna fyrirhafnar að fara að stöðva sendla sem eru auðvitað gríðarlega margir og starfsemin umfangsmikil,“ segir Hildur Sunna og bætir við að áfengislögin geri ekki ráð fyrir starfsemi fyrirtækja sem þessa. „Því hefði auðvitað verið ákjósanlegt að löggjafinn hefði haft frumkvæði að því að breyta þeim í samræmi við það sem að þau telja réttast. En löggjafinn telur augljóslega, miðað við það var ekki gert, að lögin séu bara skýr. Að ÁTVR hafi einkaleyfi til einkasölu, þannig eru lögin og því ákærum við fyrir þessa háttsemi því við teljum hana ekki uppfylla skilyrði laga.“ „Svo er spurning hvað löggjafinn gerir eftir að dómur fellur í málinu, hvernig sem hann fer.“
Netverslun með áfengi Áfengi Lögreglumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira