Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 11:47 Það var nóg að gera hjá áhöfninni á TF-GRÓ, þyrlu Landhelgisgæslunnar síðastliðinn sólarhring. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti alls fjórum útköllum á sunnudaginn, en það gerist sjaldan að sveitin sé kölluð svo oft til innan sama sólarhringsins. Þyrla sveitarinnar var send á vettvang í kjölfar umferðarslys, til að sækja slasaðan skipverja og í tvígang vegna veikinda. Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en þar segir að það gerist nokkrum sinnum á ári að þyrlusveitin sinni fjórum útköllum sama daginn. Fyrsta útkallið barst á fjórða tímanum, aðfararnótt sunnudags, eftir bílveltu á Svínadal í Dölum. Gró þyrla gæslunnar lenti á Kambsnesi, skammt sunnan við Búðardal, þar sem hún sótti tvo unga menn sem hafði verið ekið þangað til móts við þyrluna eftir slysið. Þeir voru báðir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, en sá þriðji sem var einnig í bílnum hafði verið keyrður til Reykjavíkur með sjúkrabíl. „Um leið og þyrlan lenti í Reykjavík, laust eftir klukkan fimm um morguninn, hófst undirbúningur fyrir næsta útkall. Skipstjóri íslensks fiskiskips, sem statt var um 75 sjómílur vestur af Garðskaga, hafði óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna skipverja um borð sem hafði slasast á hendi,“ segir um næsta verkefni í færslu Landhelgisgæslunnar. „Áhöfn þyrlunnar skipti því yfir í sjógalla og tók eldsneyti áður en tekið var á loft að nýju. Sigmaður þyrlunnar fór um borð í skipið og undirbjó manninn fyrir hífingu, sem gekk vel. Flogið var með hann á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og flutti á Landspítalann.“ Það var svo síðdegis í gær og í gærkvöld sem þyrlusveitin var kölluð út í tvígang vegna bráðra veikinda á Snæfellsnesi. Fyrra útkallið barst á sjötta tímanum í gær og það síðara laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. „Í bæði skiptin flaug þyrlan að Vegamótum þar sem sjúkrabíll beið á planinu austan Vatnaleiðarvegar og var sjúklingunum komið undir læknishendur í Reykjavík.“ Landhelgisgæslan Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en þar segir að það gerist nokkrum sinnum á ári að þyrlusveitin sinni fjórum útköllum sama daginn. Fyrsta útkallið barst á fjórða tímanum, aðfararnótt sunnudags, eftir bílveltu á Svínadal í Dölum. Gró þyrla gæslunnar lenti á Kambsnesi, skammt sunnan við Búðardal, þar sem hún sótti tvo unga menn sem hafði verið ekið þangað til móts við þyrluna eftir slysið. Þeir voru báðir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, en sá þriðji sem var einnig í bílnum hafði verið keyrður til Reykjavíkur með sjúkrabíl. „Um leið og þyrlan lenti í Reykjavík, laust eftir klukkan fimm um morguninn, hófst undirbúningur fyrir næsta útkall. Skipstjóri íslensks fiskiskips, sem statt var um 75 sjómílur vestur af Garðskaga, hafði óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna skipverja um borð sem hafði slasast á hendi,“ segir um næsta verkefni í færslu Landhelgisgæslunnar. „Áhöfn þyrlunnar skipti því yfir í sjógalla og tók eldsneyti áður en tekið var á loft að nýju. Sigmaður þyrlunnar fór um borð í skipið og undirbjó manninn fyrir hífingu, sem gekk vel. Flogið var með hann á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og flutti á Landspítalann.“ Það var svo síðdegis í gær og í gærkvöld sem þyrlusveitin var kölluð út í tvígang vegna bráðra veikinda á Snæfellsnesi. Fyrra útkallið barst á sjötta tímanum í gær og það síðara laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. „Í bæði skiptin flaug þyrlan að Vegamótum þar sem sjúkrabíll beið á planinu austan Vatnaleiðarvegar og var sjúklingunum komið undir læknishendur í Reykjavík.“
Landhelgisgæslan Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira