Enski boltinn

Amorim segir að engar við­ræður séu í gangi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var að vonast eftir liðstyrk en fær líklegast enga nýja leikmenn í janúarglugganum.
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var að vonast eftir liðstyrk en fær líklegast enga nýja leikmenn í janúarglugganum. Getty/Carl Recine

Ruben Amorim, aðalþjálfari Manchester United, hefur sagt að hann sé ekki bjartsýnn á að fá nýja leikmenn í janúarglugganum eftir að hafa upplýst að engar viðræður séu í gangi um möguleikann á að styrkja leikmannahópinn í þessum mánuði.

Skilaboðin frá stjóra Manchester United eru breyting á fyrri yfirlýsingum þar sem hann sagði „við sjáum til“ þegar hann var spurður um mögulega nýja leikmenn í janúar.

United hafði áhuga á Antoine Semenyo áður en kantmaður Bournemouth ákvað að ræða við Manchester City í staðinn.

Amorim sagði á annan í jólum að stundum hefði hann „aðra hugmynd“ en yfirmaður knattspyrnumála, Jason Wilcox, og stjórnin þegar kæmi að leikmannakaupum og að finna þyrfti „sameiginlegan grundvöll“ áður en leikmenn kæmu.

Og nú lítur út fyrir að portúgalski þjálfarinn verði að vera án liðsstyrks í janúar, þrátt fyrir að vera án átta aðalliðsleikmanna vegna meiðsla og landsliðsverkefna.

„Félagaskiptaglugginn mun ekki breytast,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudag.

„Við erum ekki í neinum viðræðum á þessari stundu um neinar breytingar á hópnum.“

„Það er ferli í gangi, það er hugmynd sem verður haldið áfram.“

„Við erum nálægt Meistaradeildarsætunum, en við erum líka nálægt átta liðum fyrir aftan okkur. Þannig að við skulum einbeita okkur að næsta leik, bara því. Okkar markmið er að vinna næsta leik,“ sagði Amorim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×