Innlent

Smáeldar víða í gámum og tunnum

Agnar Már Másson skrifar
Aðstoðarvarðstjóri segir slökkvilið hafa náð að slökkva eldinn nokkuð fljótt.
Aðstoðarvarðstjóri segir slökkvilið hafa náð að slökkva eldinn nokkuð fljótt. Vísir/Anton Brink

Slökkviliðið var boðað út nokkrum sinnum í nótt til að slökkva smáelda sem kviknað höfðu vegna flugelda.

Gunnar Vilhjálmsson varðstjóri segir frá þessu í samtali við Vísi. „Þeir voru að slökkva í einhverjum gámum og ruslatunnum í nótt, en ekkert stórt.“

Hann segir að slökkviliðsmenn hafi staðið í kringum tuttugu sjúkraflutningum í nótt en engin alvarleg flugeldaslys hafi orðið á fólki.

Auk þess var slökkviliðið boðað út eftir að tilkynnt var um að manneskja hefði farið í sjóinn og var sjúkraflutningabíll með bát í eftirdragi ræstur út.

Ekki þótti þó tilefni til þess að sjósetja bátinn þar sem manneskjan komst heil á húfi úr sjónum, að sögn Gunnars, sem tekur fram að slík útköll berist oft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×