Tónlist

Vin­sælustu lögin á Bylgjunni 2025

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þessir tónlistarmenn stóðu upp úr á Bylgjunni 2025.
Þessir tónlistarmenn stóðu upp úr á Bylgjunni 2025. Vísir/Grafík

Tónlistin er gríðarlega mikilvægur hluti af íslensku menningarlífi og síðastliðið ár var mjög gjöfult í íslenskri tónlistarsenu, hvað varðar bæði útgáfu og tónleikahald. 

Hljómsveitin Kaleo stóð meðal annars fyrir stórtónleikum í Vaglaskógi, rapparinn Birnir fyllti Laugardalshöll, danssveitin GusGus tryllti landsmenn í höllinni tvisvar, rísandi stjarnan Ásdís kom fram á stórum hátíðum erlendis og Laufey heldur auðvitað áfram að sigra heiminn.

Bylgjan afhjúpar hér vinsælustu lög sín frá liðnu ári og fjölbreytt músík íslensk og erlend einkennir listann.

Af efstu tuttugu lögunum eru tólf þeirra eftir íslenskt tónlistarfólk.

Skemmtilega tvíeykið Jón Jónsson og Una Torfa skipa fimmta sæti listans með lagið Vertu hjá mér. Annað dúó skipar fjórða sætið, þeir Friðrik Dór og Bubbi Morthens með lagið Til hvers að segja satt.

Breska goðsögnin Robbie Williams situr í þriðja sæti með lagið Forbidden Road en hann fór á gríðar vinsælt tónleikaferðalag í sumar og sló algjörlega í gegn.

Í öðru sæti er svo Alex Warren með ofursmellinn Ordinary sem er lag sem nær vel til allra kynslóða.

Íslensku stórstjörnurnar í Kaleo sitja svo öflugir á toppnum með stórsmellinn Bloodline.

Hér má sjá efstu tuttugu lög Bylgjulistans fyrir árið 2025:

  • 1 Bloodline - Kaleo
  • 2 Ordinary - Alex Warren
  • 3 Forbidden Road - Robbie Williams
  • 4 Til hvers þá að segja satt? - Friðrik Dór og Bubbi Morthens
  • 5 Vertu hjá mér - Jón Jónsson og Una Torfa
  • 6 Touch Me - Ásdís
  • 7 I Don't Wanna Talk - Daði Freyr
  • 8 Hugmyndir - Friðrik Dór
  • 9 Við eldana - Stuðlabandið
  • 10 Sorry, I'm Here For Someone Else - Benson Boom
  • 11 Þurfum ekki neitt - Una Torfa og Haffi Ceasetone
  • 12 Survive - Lewis Capaldi
  • 13 That's So True - Gracie Abrams
  • 14 Snow White - Laufey
  • 15 APT. - ROSÉ & Bruno Mars
  • 16 Fyrstu laufin - Á móti sól
  • 17 Blágræn - Kristmundur Axel og GDRN
  • 18 undressed - sombr
  • 19 End Of The World - Miley Cyrus
  • 20 Allt í lagi - Páll Óskar og Benni Hemm Hemm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.