Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 17:01 Hinn tvítugi Charlie Manby fagnar sigri sínum á Ricky Evans í dag. Getty/James Fearn Englendingurinn Charlie Manby tryggði sér sæti í fjórðu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir 4-2 sigur á landa sínum Ricky Evans. Manby er tvítugur múrari frá Huddersfield en með þessum sigri tryggði hann sér sextíu þúsund pund eða rúmar tíu milljónir króna. Manby komst áfram í hádegisleikjunum í dag ásamt þeim Justin Hood (vann Ryan Meikle 4-1) og Kevin Doets (vann Nathan Aspinall 4-3). Sigur Doets kom vissulega líka á óvart enda Aspinall fimmtándi á styrkleikalista mótsins og þekkt nafn í píluheiminum. Frábær frammistaða Doets sá til þess að Aspinall verður ekki meira með á mótinu. Doets mætir Luke Humphries í næstu umferð. MANBY'S DREAM DEBUT CONTINUES 🍾Charlie Manby has reached the last 16 on his debut after defeating Ricky Evans 4-2!The 20-year-old won the last three sets straight and the final five legs in another stellar performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R3 pic.twitter.com/GZ3wLNqCUd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2025 Maður dagsins var hins vegar ungi strákurinn Charlie Manby. Ekki alveg búinn að átta mig á þessu Manby var í samtali við Sky Sports eftir leik og var þá spurður um hversu lengi hann hefði beðið eftir þessari stundu: „Mjög lengi. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu enn þá, en þetta er allt að koma núna. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Manby. Hann var spurður út í Ricky Evans og breytta framkomu hans: „Hann er skemmtilegur karakter, mér líkar vel við hann. Maður sá það breytast nánast strax þegar ég komst yfir. Skorið mitt var til staðar allan leikinn svo ég vissi að ef ég myndi hitta tvöfalda myndi ég vinna,“ sagði Manby. Hef sýnt að ég hef kjarkinn Um hvort hann sé að læra: „Ég er að læra mikið. Fyrsti leikurinn var virkilega erfiður svo ég hef sýnt að ég hef kjarkinn til að gera það og sá seinni var léttur, svo það sýnir að ég bý yfir báðum hliðum í mínum leik,“ sagði Manby. Hann mun mæta Gian van Veen í sextán manna úrslitunum og þar eru hundrað þúsund pund í boði eða sautján milljónir króna. „Mér líkar vel við Gian, mér líkar hvernig hann spilar, fljótur og ungur leikmaður. Honum gengur vel en mér líka. Ég er bara að bíða eftir að ná mínum besta leik. Ég verð hér allan tímann ef ég næ mínum besta leik,“ sagði Manby. Pílukast Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira
Manby er tvítugur múrari frá Huddersfield en með þessum sigri tryggði hann sér sextíu þúsund pund eða rúmar tíu milljónir króna. Manby komst áfram í hádegisleikjunum í dag ásamt þeim Justin Hood (vann Ryan Meikle 4-1) og Kevin Doets (vann Nathan Aspinall 4-3). Sigur Doets kom vissulega líka á óvart enda Aspinall fimmtándi á styrkleikalista mótsins og þekkt nafn í píluheiminum. Frábær frammistaða Doets sá til þess að Aspinall verður ekki meira með á mótinu. Doets mætir Luke Humphries í næstu umferð. MANBY'S DREAM DEBUT CONTINUES 🍾Charlie Manby has reached the last 16 on his debut after defeating Ricky Evans 4-2!The 20-year-old won the last three sets straight and the final five legs in another stellar performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R3 pic.twitter.com/GZ3wLNqCUd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2025 Maður dagsins var hins vegar ungi strákurinn Charlie Manby. Ekki alveg búinn að átta mig á þessu Manby var í samtali við Sky Sports eftir leik og var þá spurður um hversu lengi hann hefði beðið eftir þessari stundu: „Mjög lengi. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu enn þá, en þetta er allt að koma núna. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Manby. Hann var spurður út í Ricky Evans og breytta framkomu hans: „Hann er skemmtilegur karakter, mér líkar vel við hann. Maður sá það breytast nánast strax þegar ég komst yfir. Skorið mitt var til staðar allan leikinn svo ég vissi að ef ég myndi hitta tvöfalda myndi ég vinna,“ sagði Manby. Hef sýnt að ég hef kjarkinn Um hvort hann sé að læra: „Ég er að læra mikið. Fyrsti leikurinn var virkilega erfiður svo ég hef sýnt að ég hef kjarkinn til að gera það og sá seinni var léttur, svo það sýnir að ég bý yfir báðum hliðum í mínum leik,“ sagði Manby. Hann mun mæta Gian van Veen í sextán manna úrslitunum og þar eru hundrað þúsund pund í boði eða sautján milljónir króna. „Mér líkar vel við Gian, mér líkar hvernig hann spilar, fljótur og ungur leikmaður. Honum gengur vel en mér líka. Ég er bara að bíða eftir að ná mínum besta leik. Ég verð hér allan tímann ef ég næ mínum besta leik,“ sagði Manby.
Pílukast Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira