Enski boltinn

Andri Lucas frá í mánuð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Andri Lucas mun ekki fagna mörkum um hríð.
Andri Lucas mun ekki fagna mörkum um hríð. Getty/Alex Dodd

Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Blackburn Rovers og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður frá í um mánuð eftir að hafa farið meiddur af velli í sigri á Millwall rétt fyrir jól.

Andri Lucas var ekki í leikmannahópi Blackburn er liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough í gær.

Hann hafði meiðst í 2-0 sigri á Millwall, þar sem hann skoraði fyrra mark Blackburn snemma leiks. 

Valerin Ismael, þjálfari Blackburn, greindi frá því í gær að Andri hefði meiðst illa aftan í læri að búist væri við að Andri yrði frá næsta mánuðinn eða svo.

Eftir hæga byrjun hefur Andri Lucas fundið fjölina í markaskorun með Blackburn að undanförnu. Hann hefur skorað sjö mörk í 18 leikjum í deildinni en liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna og situr í 18. sæti deildarinnar af 24 liðum, með 26 stig eftir 22 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×