Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2025 09:45 Tómas Bent Magnússon gefur ekkert eftir inni á vellinum og hér er hann í leik með Hearts og með bómull í nefinu. Getty/ Malcolm Mackenzie Þetta er stór dagur fyrir Tómas Bent Magnússon og félaga hans í Hearts. Ekki nóg með að þeir séu í harðri titilbaráttu þá eru þeir að fara að mæta grönnum sínum í Edinborg. Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu