Fótbolti

Hætt við að spila í Ástralíu en ó­víst hvar leikurinn verður

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ítalska knattspyrnusambandið þarf að finna nýjan stað fyrir leik AC Milan og Como. 
Ítalska knattspyrnusambandið þarf að finna nýjan stað fyrir leik AC Milan og Como.  Marco Luzzani/Getty Images

Ítalska úrvalsdeildin hefur hætt við að halda leik milli AC Milan og Como í Ástralíu á næsta ári en óvíst er hvar leikurinn mun fara fram.

Þetta hefði verið fyrsti deildarleikur hjá evrópskum félagsliðum utan Evrópu. Spænska úrvalsdeildin var með svipuð plön og ætlaði að halda leik í Miami fyrir þremur dögum, en hætt var við vegna óreiðu í skipulagi.

Skipulagsvesen var líka vandamál fyrir ítölsku deildina.

Ekki nóg með að leyfi hafi þurft frá alþjóða sambandinu FIFA, evrópska sambandinu UEFA, asíska sambandinu AFC, knattspyrnusamböndum og deildum beggja landa, heldur fór knattspyrnusamband Ástralíu sérstaklega fram á að skipulag leiksins yrði í þeirra höndum.

Ítalirnir gátu ekki sætt sig við það og sögðu hætt við leikinn vegna „óásættanlegra krafa“ frá ástralska sambandinu.

Alls óvíst er þó hvar leikurinn mun fara fram því San Siro, heimavöllur AC Milan, verður í notkun á þessum tíma við opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna.

Betur hefur gengið hjá ítalska sambandinu í samstarfinu við Sádi-Arabíu. Þar hefur ítalski Ofurbikarinn verið haldin undanfarin fjögur ár, en eftir sigur Napoli í gærkvöldi sagði forseti sambandsins að næsti leikur yrði ekki haldinn þar. 


Tengdar fréttir

Ítalskur deildar­leikur í Ástralíu í febrúar?

Forsvarsmenn ítalska knattspyrnusambandsins stefna að því að leikur í Seríu A verði spilaður í Ástralíu á komandi tímabili en það yrði í fyrsta sinn sem leikur í evrópskri deild yrði utan heimalands viðkomandi deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×