Fótbolti

Salah færði Egyptum draumabyrjun

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah ætlar sér alla leið með Egyptalandi á Afríkumótinu.
Mohamed Salah ætlar sér alla leið með Egyptalandi á Afríkumótinu.

Mohamed Salah sá til þess að Egyptaland fengi þrjú stig úr fyrsta leik sínum á Afríkumótinu í fótbolta í kvöld, með sigurmarki í uppbótartíma gegn Simbabve.

Staðan var 1-1 þegar níutíu mínútur voru komnar á klukkuna en þá hrökk boltinn til Salah og Liverpool-maðurinn afgreiddi færið snyrtilega neðst í hægra hornið.

Egyptar voru óvænt 1-0 undir í hálfleik, eftir mark frá Prince Dube, en Manchester City-maðurinn Omar Marmoush jafnaði metin upp á sitt einsdæmi með skoti úr ansi þröngu færi, á 64. mínútu.

Egyptaland og Suður-Afríka eru því bæði með þrjú stig í B-riðli eftir fyrstu umferð, því Suður-Afríka vann Angóla 2-1 fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×