Níu skotnir til bana á krá Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2025 10:10 Árásin átti sér stað um klukkan eitt í nótt þegar um tólf menn byrjuðu að skjóta á fólk, að virðist af handahófi. AP/ Alfonso Nqunjana Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott. Árásin átti sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, í bænum Bekkersdal, sem er á svæði þar sem mikið er af gullnámum. AP fréttaveitan segir þetta aðra skotárás af þessu tagi sem gerð er í Suður-Afríku á þremur vikum. Fyrr í þessum mánuði dóu tólf og særðust þrettán í skotárás á krá nærri Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku. Umfangsmikil leit að mönnunum stendur nú yfir en samkvæmt frétt BBC liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir að svo stöddu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar á svæðinu sagði í samtali við Newzroom Afrika að árásarmennirnir hefðu verið vopnaðir skammbyssum og rifflum af gerðinni AK-47. „Greyið fólkið var bara að njóta sín þegar menn komu og hófu skothríðina,“ sagði Fred Kekana. Í fyrra voru framin nærri því 26 þúsund morð í Suður-Afríku, sem samsvarar meira en sjötíu morðum á dag. Þau eru fá löndin í heiminum þar sem tíðni morða er hærri en langflest morðanna eru framin með skotvopnum. Lög um skotvopn þykja nokkuð ströng en embættismenn segja mikið magn ólöglegra vopna vera í Suður-Afríku. Hér að neðan má sjá ítarlega umfjöllun Newzroom Afrika og myndefni frá vettvangi í morgun. Suður-Afríka Erlend sakamál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Árásin átti sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, í bænum Bekkersdal, sem er á svæði þar sem mikið er af gullnámum. AP fréttaveitan segir þetta aðra skotárás af þessu tagi sem gerð er í Suður-Afríku á þremur vikum. Fyrr í þessum mánuði dóu tólf og særðust þrettán í skotárás á krá nærri Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku. Umfangsmikil leit að mönnunum stendur nú yfir en samkvæmt frétt BBC liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir að svo stöddu. Einn af yfirmönnum lögreglunnar á svæðinu sagði í samtali við Newzroom Afrika að árásarmennirnir hefðu verið vopnaðir skammbyssum og rifflum af gerðinni AK-47. „Greyið fólkið var bara að njóta sín þegar menn komu og hófu skothríðina,“ sagði Fred Kekana. Í fyrra voru framin nærri því 26 þúsund morð í Suður-Afríku, sem samsvarar meira en sjötíu morðum á dag. Þau eru fá löndin í heiminum þar sem tíðni morða er hærri en langflest morðanna eru framin með skotvopnum. Lög um skotvopn þykja nokkuð ströng en embættismenn segja mikið magn ólöglegra vopna vera í Suður-Afríku. Hér að neðan má sjá ítarlega umfjöllun Newzroom Afrika og myndefni frá vettvangi í morgun.
Suður-Afríka Erlend sakamál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira