Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2025 19:30 Leonard Gates sýndi sínar bestu hliðar áður en keppni dagsins hófst. Hann var öllu slakari eftir að hún hófst - en komst þó áfram. John Walton/PA Images via Getty Images Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu. Leonard Gates vakti mikla lukku þegar hann mætti til leiks í fyrri keppnishluta dagsins á HM í pílukasti. Gates ber viðurnefnið Soulger og mætti til leiks dansandi fyrir allan peninginn við sálartónlist, setti upp skíðagleraugu og fékk alla stúkuna með sér í lið frá byrjun. Hans beið strembið verkefni gegn reynsluboltanum Mickey Mansell sem er frá Norður-Írlandi og var sá óvinsælli hjá enskum áhangendum í salnum, sem bauluðu reglulega á Mansell. Leonard Gates, take a bow! 😂👏Another INCREDIBLE walk-on at Alexandra Palace! 😍 pic.twitter.com/9QEKzjTlYk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates er skautlegur spilari og eru fáir sem eiga eins mikil samskipti við aðdáendur í salnum á meðan keppni stendur. Hann fékk fólk ítrekað á fætur eftir góðar heimsóknir og steig aftur góðan dans eftir að hafa unnið fyrsta settið. Mansell tókst að vinna annað settið til að jafna leikinn 1-1 og þaggaði þá niður í USA öskrum fólks í stúkunni. Hinn almennt nokkuð litlausi Mansell fagnaði meira eftir það sett en sést hefur lengi og var bersýnilegt að hann hafði lítinn húmor fyrir látalátunum í andstæðingi sínum. Don't mess with Mickey! 👀Mickey Mansell gives the Ally Pally crowd a disapproving look as he levels the opening set against Leonard Gates!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/LdadfI8LLb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Leikurinn var almennt heldur gæðalítill. Gates komst 2-1 yfir í settum áður en Mansell jafnaði í 2-2 og knúði fram oddasett. Mistökin voru mörg á báða bóga. Fyrsti leggur í fjórða setti var á meðal þeirra vandræðalegri sem sést hafa á sviðinu í Alexandra Palace. Mansell kláraði legginn með því að skjóta út tvöfaldan einn eftir að þeir félagar höfðu klúðrað hverju útskotinu á fætur öðru. GLORY FOR GATES!Leonard Gates dances his way through to Round Two!'The Soulger' defeats Mickey Mansell in a five-set MARATHON, to the delight of the Alexandra Palace faithful!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/h4YrNPwEG8— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates kom aftur á móti til baka og fagnaði sigri, 3-2 í settum talið. Aftur steig hann stríðsdans og setti upp brillurnar. Ljóst er að Bandaríkjamaðurinn naut augnabliksins til hins ítrasta. Enda um að ræða fyrsta sigur hans í sjónvarpaðri keppni síðan á sama stað heimsmeistaramótsins fyrir sléttu ári síðan. Og ljóst er af spilamennsku hans að sigrarnir verða að líkindum ekki mikið fleiri að sinni. Seinni hluti dagsins á HM í pílukasti er hófst klukkan 19:00 og er í beinni núna á Sýn Sport Viaplay, langt fram á kvöld. Pílukast Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Leonard Gates vakti mikla lukku þegar hann mætti til leiks í fyrri keppnishluta dagsins á HM í pílukasti. Gates ber viðurnefnið Soulger og mætti til leiks dansandi fyrir allan peninginn við sálartónlist, setti upp skíðagleraugu og fékk alla stúkuna með sér í lið frá byrjun. Hans beið strembið verkefni gegn reynsluboltanum Mickey Mansell sem er frá Norður-Írlandi og var sá óvinsælli hjá enskum áhangendum í salnum, sem bauluðu reglulega á Mansell. Leonard Gates, take a bow! 😂👏Another INCREDIBLE walk-on at Alexandra Palace! 😍 pic.twitter.com/9QEKzjTlYk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates er skautlegur spilari og eru fáir sem eiga eins mikil samskipti við aðdáendur í salnum á meðan keppni stendur. Hann fékk fólk ítrekað á fætur eftir góðar heimsóknir og steig aftur góðan dans eftir að hafa unnið fyrsta settið. Mansell tókst að vinna annað settið til að jafna leikinn 1-1 og þaggaði þá niður í USA öskrum fólks í stúkunni. Hinn almennt nokkuð litlausi Mansell fagnaði meira eftir það sett en sést hefur lengi og var bersýnilegt að hann hafði lítinn húmor fyrir látalátunum í andstæðingi sínum. Don't mess with Mickey! 👀Mickey Mansell gives the Ally Pally crowd a disapproving look as he levels the opening set against Leonard Gates!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/LdadfI8LLb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Leikurinn var almennt heldur gæðalítill. Gates komst 2-1 yfir í settum áður en Mansell jafnaði í 2-2 og knúði fram oddasett. Mistökin voru mörg á báða bóga. Fyrsti leggur í fjórða setti var á meðal þeirra vandræðalegri sem sést hafa á sviðinu í Alexandra Palace. Mansell kláraði legginn með því að skjóta út tvöfaldan einn eftir að þeir félagar höfðu klúðrað hverju útskotinu á fætur öðru. GLORY FOR GATES!Leonard Gates dances his way through to Round Two!'The Soulger' defeats Mickey Mansell in a five-set MARATHON, to the delight of the Alexandra Palace faithful!📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R1 pic.twitter.com/h4YrNPwEG8— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2025 Gates kom aftur á móti til baka og fagnaði sigri, 3-2 í settum talið. Aftur steig hann stríðsdans og setti upp brillurnar. Ljóst er að Bandaríkjamaðurinn naut augnabliksins til hins ítrasta. Enda um að ræða fyrsta sigur hans í sjónvarpaðri keppni síðan á sama stað heimsmeistaramótsins fyrir sléttu ári síðan. Og ljóst er af spilamennsku hans að sigrarnir verða að líkindum ekki mikið fleiri að sinni. Seinni hluti dagsins á HM í pílukasti er hófst klukkan 19:00 og er í beinni núna á Sýn Sport Viaplay, langt fram á kvöld.
Pílukast Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira