Setti heimsmet fyrir mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 07:31 Sam King með móður sinni í markinu og með heimsmetsborðann. @fatboysking Það geta ekki margir klárað fimmtíu kílómetra ofurhlaup einu sinni, hvað þá að gera það á næstum því áttíu dögum í röð. Það mikla afrek vann ungur Breti. Sam King setti nýtt heimsmet í ofurmarkaþonghlaupum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra hlaup á hverjum degi á 79 dögum í röð. King gerði þetta fyrir gott málefni en einnig fyrir móður sína. Það sem gerir afrekið nefnilega enn magnaðra er sagan á bak við það. Fyrr á þessu ári lifði móðir Sams af heilablæðingu sem nærri dró hana til dauða. Barðist í gegnum meiðsli, veikindi og lítinn svefn Það sem byrjaði sem fjáröflun fyrir Headway-samtökin í Bretlandi breyttist í mikla þrekraun þar sem Sam mætti dag eftir dag án hvíldar og barðist í gegnum meiðsli, veikindi, lítinn svefn og vetraraðstæður. King hóf áskorunina í september og móðir hans, Penny, var við marklínuna í heimabæ hans, Frinton-on-Sea í Essex, ásamt vinum og fjölskyldu, sem hann sagði að hefði verið „alveg magnað“. Besta sem ég hef upplifað á ævinni „Ég hef ekki leyft mér að hugsa lengra en einn dag í einu og ég hef ekki leyft mér að hugsa um endamarkið, en það sem gerðist rétt í þessu, fyrir framan alla þarna, var eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Sam King við breska ríkisútvarpið. Þessi reyndi þolíþróttahlaupari telur sig hafa slegið heimsmetið fyrir flest ofurmaraþon sem karlmaður hefur hlaupið á samfelldum dögum. King, sem var eitt sinn efsti leikmaður heims í tölvuleiknum Call of Duty, vó um 121 kg fyrir átta árum. Hann glímdi á bak við tjöldin við andlega og líkamlega heilsu sína. Hann lagði skrifborðsáhugamálið á hilluna til að byrja að hlaupa og varð fljótlega heltekinn af erfiðum þolraunum, þar á meðal ofurmaraþonum nálægt Kilimanjaro-fjalli í Tansaníu. View this post on Instagram A post shared by UNREEL (@extremeofficial) En móðir hans fékk lífsbreytandi heilablæðingu fyrr á þessu ári. Hann sagði upp starfi sínu í London og flutti aftur til Essex og hefur síðan hlaupið 50 km á hverjum degi síðustu 79 daga. Eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar King ætlaði upphaflega að takmarka sig við 74 maraþon, eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar áður en hún veiktist, en hækkaði töluna „til að enda á sunnudegi, fyrir utan kirkjuna hennar mömmu“. „Fyrstu vikurnar var ég líka mjög veikur og meiddur á meðan líkaminn var að aðlagast því sem ég var að gera, svo það var erfitt. En ég hef elskað þetta, þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri,“ sagði King. Mestur hluti áskorunarinnar hefur farið fram í Frinton og hann sagðist hafa safnað meira en sextíu þúsund pundum af 74 þúsund punda markmiði sínu. Headway eru bresk góðgerðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði fólks eftir heilaskaða. Þau veita mikilvægan stuðning, þjónustu og upplýsingar til þeirra sem hafa lifað af heilaskaða, fjölskyldna þeirra og umönnunaraðila. View this post on Instagram A post shared by Sam King (Sking) (@fatboysking) Hlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Það mikla afrek vann ungur Breti. Sam King setti nýtt heimsmet í ofurmarkaþonghlaupum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra hlaup á hverjum degi á 79 dögum í röð. King gerði þetta fyrir gott málefni en einnig fyrir móður sína. Það sem gerir afrekið nefnilega enn magnaðra er sagan á bak við það. Fyrr á þessu ári lifði móðir Sams af heilablæðingu sem nærri dró hana til dauða. Barðist í gegnum meiðsli, veikindi og lítinn svefn Það sem byrjaði sem fjáröflun fyrir Headway-samtökin í Bretlandi breyttist í mikla þrekraun þar sem Sam mætti dag eftir dag án hvíldar og barðist í gegnum meiðsli, veikindi, lítinn svefn og vetraraðstæður. King hóf áskorunina í september og móðir hans, Penny, var við marklínuna í heimabæ hans, Frinton-on-Sea í Essex, ásamt vinum og fjölskyldu, sem hann sagði að hefði verið „alveg magnað“. Besta sem ég hef upplifað á ævinni „Ég hef ekki leyft mér að hugsa lengra en einn dag í einu og ég hef ekki leyft mér að hugsa um endamarkið, en það sem gerðist rétt í þessu, fyrir framan alla þarna, var eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Sam King við breska ríkisútvarpið. Þessi reyndi þolíþróttahlaupari telur sig hafa slegið heimsmetið fyrir flest ofurmaraþon sem karlmaður hefur hlaupið á samfelldum dögum. King, sem var eitt sinn efsti leikmaður heims í tölvuleiknum Call of Duty, vó um 121 kg fyrir átta árum. Hann glímdi á bak við tjöldin við andlega og líkamlega heilsu sína. Hann lagði skrifborðsáhugamálið á hilluna til að byrja að hlaupa og varð fljótlega heltekinn af erfiðum þolraunum, þar á meðal ofurmaraþonum nálægt Kilimanjaro-fjalli í Tansaníu. View this post on Instagram A post shared by UNREEL (@extremeofficial) En móðir hans fékk lífsbreytandi heilablæðingu fyrr á þessu ári. Hann sagði upp starfi sínu í London og flutti aftur til Essex og hefur síðan hlaupið 50 km á hverjum degi síðustu 79 daga. Eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar King ætlaði upphaflega að takmarka sig við 74 maraþon, eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar áður en hún veiktist, en hækkaði töluna „til að enda á sunnudegi, fyrir utan kirkjuna hennar mömmu“. „Fyrstu vikurnar var ég líka mjög veikur og meiddur á meðan líkaminn var að aðlagast því sem ég var að gera, svo það var erfitt. En ég hef elskað þetta, þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri,“ sagði King. Mestur hluti áskorunarinnar hefur farið fram í Frinton og hann sagðist hafa safnað meira en sextíu þúsund pundum af 74 þúsund punda markmiði sínu. Headway eru bresk góðgerðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði fólks eftir heilaskaða. Þau veita mikilvægan stuðning, þjónustu og upplýsingar til þeirra sem hafa lifað af heilaskaða, fjölskyldna þeirra og umönnunaraðila. View this post on Instagram A post shared by Sam King (Sking) (@fatboysking)
Hlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira