Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 23:21 Gerwyn Price fagnaði sigri í kvöld. Vísir/Getty Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins. Í fyrstu viðureigninni mættust Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko og Portúgalinn José de Sousa. Pietreczko, sem jafnan vill láta tengja sig við Pokémon veruna Pikachu bar 3-1 sigur úr býtum í þeirri viðureign. Hann komst 2-0 yfir í settum áður en De Sousa minnkaði muninn í stöðuna 2-1. Pietreczko tók hins vegar fjórða settið og tryggði sér þar með sigur í næstu umferð. Þá hafði Danny Noppert, sjötti efsti maður heimslistans, betur gegn samlanda sínum frá Hollandi Jurjen van der Velde. Noppert vann fyrsta settið en Van Der Velde það annað en með því að taka sett þrjú og fjögur tryggi Noppert sér 3-1 sigur og farmiða í næstu umferð. Fyrrverandi heimsmeistarinn frá árinu 2021, Gerwyn Price tók síðan öll settin gegn hinum tékkneska Adam Gawlas og vann 3-0 sigur. Í síðustu viðureign kvöldsins mættust Þjóðverjinn Niko Springer og Ástralinn Joe Comito. Springer talinn mun líklegri til afreka en það var hins vegar Joe Comito sem byrjaði betur og tók fyrsta settið. Springer sló frá sér í öðru setti en Ástralinn brotnaði ekki við það og svaraði með því að taka þriðja settið. Með sigri í fjórða settinu vissi Comito að sæti í næstu umferð yrði hans. Það sett var æsispennandi og fór alla leið í oddalegg. Þar fékk Springer tvö tækifæri til þess að kasta fyrir settinu og knýja fram framlengingu en brásts bogalistin í bæði skiptin. Svo fór að Comito tókst að klára fjórða settið og tryggja sig á ævintýralegan hátt áfram í 2.umferð. Afar óvænt niðurstaða og auðsjáanlega var Springer brjálaður með niðurstöðuna og var fljótur að koma sér af sviðinu, honum til tekna barði hann ekki í borð og endaði blóðugur líkt og Skotinn Cameron Menzies í gær. Keppni á HM heldur áfram á morgun þar sem annar fyrrverandi heimsmeistari, Raymond van Barneveld, mætir til leiks. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni og hefst útsendingin klukkan sjö. Pílukast Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi Sjá meira
Í fyrstu viðureigninni mættust Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko og Portúgalinn José de Sousa. Pietreczko, sem jafnan vill láta tengja sig við Pokémon veruna Pikachu bar 3-1 sigur úr býtum í þeirri viðureign. Hann komst 2-0 yfir í settum áður en De Sousa minnkaði muninn í stöðuna 2-1. Pietreczko tók hins vegar fjórða settið og tryggði sér þar með sigur í næstu umferð. Þá hafði Danny Noppert, sjötti efsti maður heimslistans, betur gegn samlanda sínum frá Hollandi Jurjen van der Velde. Noppert vann fyrsta settið en Van Der Velde það annað en með því að taka sett þrjú og fjögur tryggi Noppert sér 3-1 sigur og farmiða í næstu umferð. Fyrrverandi heimsmeistarinn frá árinu 2021, Gerwyn Price tók síðan öll settin gegn hinum tékkneska Adam Gawlas og vann 3-0 sigur. Í síðustu viðureign kvöldsins mættust Þjóðverjinn Niko Springer og Ástralinn Joe Comito. Springer talinn mun líklegri til afreka en það var hins vegar Joe Comito sem byrjaði betur og tók fyrsta settið. Springer sló frá sér í öðru setti en Ástralinn brotnaði ekki við það og svaraði með því að taka þriðja settið. Með sigri í fjórða settinu vissi Comito að sæti í næstu umferð yrði hans. Það sett var æsispennandi og fór alla leið í oddalegg. Þar fékk Springer tvö tækifæri til þess að kasta fyrir settinu og knýja fram framlengingu en brásts bogalistin í bæði skiptin. Svo fór að Comito tókst að klára fjórða settið og tryggja sig á ævintýralegan hátt áfram í 2.umferð. Afar óvænt niðurstaða og auðsjáanlega var Springer brjálaður með niðurstöðuna og var fljótur að koma sér af sviðinu, honum til tekna barði hann ekki í borð og endaði blóðugur líkt og Skotinn Cameron Menzies í gær. Keppni á HM heldur áfram á morgun þar sem annar fyrrverandi heimsmeistari, Raymond van Barneveld, mætir til leiks. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni og hefst útsendingin klukkan sjö.
Pílukast Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi Sjá meira