Um­fjöllun: Kefla­vík 97 - 84 Ár­mann | Sann­færandi sigur heimakvenna

Ísak Orri Schjetne skrifar
Valur - Keflavík Bónusdeild kvenna í Körfubolta 2024-2025
Valur - Keflavík Bónusdeild kvenna í Körfubolta 2024-2025 VÍSIR/VILHELM

Keflavík vann í kvöld sannfærandi sigur á nýliðum Ármanns í Bónus deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í Keflavík þrettán stiga sigur heimakvenna, 97-84.

Gangur leiksins

Gestirnir úr Laugardalnum sáu ekki til sólar í fyrsta leikhluta þar sem Keflvíkingar leiddu með 16 stiga mun, 26-10, Nabaweeyah Ayomide Mcgill var stigahæst fyrir gestina með 40 prósent af stigum þeirra, eða fjögur stig. Hjá heimakonum voru þær Anna Ingunn og Sara Rún stigahæstar með sex stig hver.

Það var allt annar andi í Ármannskonum þegar þær komu inn í seinni leikhlutann, eitthvað hafði Karl Guðlaugsson kokkað upp á spjaldinu sínu, en þrátt fyrir framfarir gestanna slökuðu Keflvíkingar ekki á og héldu sínu striki, þær héldu út 10-12 stiga muni allan seinni leikhlutann og fóru þær með 12 stiga muni inn í hálfleik, 49-37. Anna Ingunn heldur áfram að bæta við sig stigum, 16 stig hjá henni þegar leikurinn var hálfnaður.

Leikurinn hélt áfram í þessum fasa alveg inn í þriðja leikhluta og komust svo heimakonur mest í 31 stiga mun, 82-61 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum, þessi seinni leikhluta andi gestanna dafnaði á þessum 12 mínútum í hálfleiks hléinu og sigldu Keflavík þessum sigri í höfn nánast í byrjun þriðja leikhluta.

Atvik leiksins

Maður verður að gefa þessari innkomu Ármanns í seinni leikhluta leiksins titilinn, þvílíkur munur á leikskipulagi frá fyrsta leikhluta, en eftir þann seinni fór það í svipað skipulag og í fyrsta leikhluta.

Stjörnur og skúrkar

Agnes María átti stórleik fyrir heimakonur með 20 stiga leik og tvö fráköst, Khiana Nickita Johnson vat stjarna gestanna með 24 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar, en þessi frammistaða hennar í dag skilaði því miður litlu fyrir gestina.

Dómararnir

Þeir Bjarni Hlíðkvist, Sófus Máni og Daníel Steingrímsson héldu leiknum mjög jöfnum og leyfðu honum að rúlla mjög vel, þríeykið fær lof í lófa fyrir vel unnin störf í kvöld.

Stemning og umgjörð

Stemningin í kvöld var mjög góð, þrátt fyrir að fámennt var hjá áhorfendum gestanna, útileikur í Keflavík á þriðjudegi er kannski ekki alveg þeirra kaffibolli, þá fylltu heimamenn vel í stúkuna.

Umgjörðin var mjög góð hér í Keflavíkinni, viðarparketið og viðarveggirnir sem umkringja völlinn gefa frá sér einhvern skemmtilegan karakter sem erfitt er að lýsa, sætaskipunin góð í stúkunni, fyrst og fremst faglegt.

Hörður Axel Vilhjálmsson - þjálfari Keflavíkur

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari KeflavíkurAnton Brink/Vísir

„Ég er sáttur, sáttur við dagsverkið og orkustigið sem við héldum allann leikinn, margar að leggja í púkkið, við héldum hraðanum og tempóinu uppi þannig að ég er bara sáttur.“ sagði Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn gegn Ármanni.

Aðspurður hvort eitthvað við leik Ármanns hafi komið honum á óvart hafði Hörður þetta að segja: 

„Nei svosem ekki, við vorum búin að fara ágætlega yfir þær og hvað þær myndu gera, við bárum virðingu fyrir leiknum og virðingu fyrir því sem við komum hingað til að gera og afgreiddum það.“

Þrír leikir á sjö dögum, þið fáið núna langt frí, hvernig verður undirbúningsvinnan fyrir næsta leik?

„Það eru núna rúmar þrjár vikur í næsta leik, góður tími til að hlaða batterýin og bæta einhverju við, við viljum vera stöðugt að bæta okkur yfir allan veturinn þannig að við notum þessi hlé til að bæta við í leikina okkar og vopnabúrið. “

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira