Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2025 11:58 Kjartan Atli hefur látið af störfum sem þjálfari Álftaness. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson, sem fylgist hér með fyrir aftan hann, stýrir liðinu í næstu tveimur leikjum hið minnsta. Vísir/Anton Brink Hjalti Þór Vilhjálmsson, settur þjálfari Álftaness, segir leikmenn hálf skammast sín eftir þungt tap gegn Tindastól á dögunum og afsögn Kjartans Atla Kjartanssonar úr starfi þjálfara liðsins. Kjartan bað Hjalta um að taka við af sér fljótlega eftir tapið gegn Stólunum á föstudag. Álftanes heimsækir nágranna sína í Stjörnunni í kvöld í bikarnum. Föstudagurinn síðastliðinn var þungur fyrir Álftnesinga og ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu úrslitin í leik liðsins gegn Tindastól. Fimmtíu og níu stiga tap niðurstaðan, 78-137. Degi eftir það var greint frá því að þjálfarinn Kjartan Atli, sem hafði gert frábæra hluti með liðið tímabilin á undan, hefði sagt upp störfum. Kjartan Atli tók við sem aðalþjálfari Álftaness árið 2022 og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili. Á fyrsta tímabilinu í efstu deild tókst nýliðunum að tryggja sinn í úrslitakeppnina og komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Á síðasta tímabili fór Álftanes í undanúrslit Íslandsmótsins en tapaði gegn Tindastóli. „Þetta hefur náttúrulega bara verið skrýtið,“ segir Hjalti sem var aðstoðarþjálfari Álftaness undir stjórn Kjartans Atla og stýrir liðinu í næstu tveimur leikjum. „Liðið fær að vita af þessu að morgni laugardagsins, þá höfðum við Kjartan Atli tekið fund með stjórninni þar sem það er ákveðið að ég stýri liðinu í næstu tveimur leikjum. Auðvitað er þetta sjokk fyrir liðið en vonandi spýta menn bara í lófana og mæta grimmir í næstu tvo leiki.“ Sagði fyrst nei við Kjartan Atla Hvernig voru samskipti þín og Kjartans Atla varðandi þetta? „Hann lætur mig vita af þessu fljótlega eftir leikinn á móti Tindastól. Biður mig um að taka við þessu. Ég segi í raun bara nei, ætla ekkert að taka við þessu, en við ákváðum svo í sameiningu að ég myndi taka þessa tvo leiki allavegana. Svo kemur það í ljós hvað verður.“ Kjartan Atli hafi verið búinn að taka ákvörðun þegar að hann nálgaðist Hjalta. „Hann bara ætlaði ekki að halda áfram. Vildi bara bakka út, bæði fyrir sig sjálfan sig og liðið, ég var ekkert sammála því.“ Sést í kvöld hvaða áhrif þetta hefur á leikmenn Stórt tap gegn Tindastól mikið högg fyrir Álftnesinga sem hafa verið að ganga í gegnum erfiðar vikur, þetta var fjórða tap liðsins í röð í deildinni. „Það er kannski skrýtið að segja það en sóknarlega vorum við allt í lagi í fyrri hálfleik. En varnarlega klukkum við ekki neinn. Þá var í raun engin fyrirstaða, hvorki undir körfunni eða fyrir utan þriggja stiga línuna, þannig að þeir komust í ákveðinn takt og gír. Það er bara rosalega hættulegt að hleypa Tindastól í þannig gír. Í seinni hálfleik fórum við svolítið mikið að hugsa út í þennan leik í kvöld.“ Leikur kvöldsins af stærri gerðinni í Garðabænum gegn nágrönnunum í liði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum VÍS-bikarsins. Hvaða áhrif hefur svona tap á liðið? „Það kannski sést meira í kvöld, hvernig menn koma gíraðir inn í þann leik,“ svarar Hjalti sem vonast til þess að sínir menn svari fyrir sig gegn nágrönnunum í kvöld eftir þunga daga í aðdragandanum. „Auðvitað getur þetta haft þannig áhrif að menn rífi sig í gang, byrji á núllpunkti og spyrni sér frá botninum. En svo er bara spurning hvernig sjálfstraustið er og hvað atburðir síðustu daga hafa haft að segja. Ég á bara von á því að menn mæti brattir í kvöld.“ Heldurðu að leikmenn átti sig sjálfir á sinni ábyrgð í því sem hefur átt sér stað undanfarna dag? „Við tókum mjög góðan fund á laugardeginum. Fórum aðeins í gegnum þetta og miðað við hvernig menn báru sig þá, þá sýndist mér menn hálf skammast sín, áttuðu sig á ábyrgðinni hjá öllum í kringum liðið og í liðinu.“ „Ég held að þetta sé leikur þar sem við getum snúið við tímabilinu í rauninni. Þetta er frábær leikur til þess. Lokar ekki á neitt Þú stýrir liðinu í næstu tveimur leikjum en er þetta starf sem þú hefur áhuga á að taka að þér til frambúðar? „Það er í raun eitthvað sem við tökum púlsinn á eftir þessa tvo leiki sem framundan eru. Það fer mikið eftir því hvernig þessir tveir leikir verða, hvernig strákarnir bregðast við og þetta gengur allt saman. Hvernig ég fíla mig í þessum tveimur leikjum.“ Þannig að þú lokar engum dyrum fyrir þessa tvo leiki? „Nei ég geri það ekki.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfubolti VÍS-bikarinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Föstudagurinn síðastliðinn var þungur fyrir Álftnesinga og ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu úrslitin í leik liðsins gegn Tindastól. Fimmtíu og níu stiga tap niðurstaðan, 78-137. Degi eftir það var greint frá því að þjálfarinn Kjartan Atli, sem hafði gert frábæra hluti með liðið tímabilin á undan, hefði sagt upp störfum. Kjartan Atli tók við sem aðalþjálfari Álftaness árið 2022 og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili. Á fyrsta tímabilinu í efstu deild tókst nýliðunum að tryggja sinn í úrslitakeppnina og komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Á síðasta tímabili fór Álftanes í undanúrslit Íslandsmótsins en tapaði gegn Tindastóli. „Þetta hefur náttúrulega bara verið skrýtið,“ segir Hjalti sem var aðstoðarþjálfari Álftaness undir stjórn Kjartans Atla og stýrir liðinu í næstu tveimur leikjum. „Liðið fær að vita af þessu að morgni laugardagsins, þá höfðum við Kjartan Atli tekið fund með stjórninni þar sem það er ákveðið að ég stýri liðinu í næstu tveimur leikjum. Auðvitað er þetta sjokk fyrir liðið en vonandi spýta menn bara í lófana og mæta grimmir í næstu tvo leiki.“ Sagði fyrst nei við Kjartan Atla Hvernig voru samskipti þín og Kjartans Atla varðandi þetta? „Hann lætur mig vita af þessu fljótlega eftir leikinn á móti Tindastól. Biður mig um að taka við þessu. Ég segi í raun bara nei, ætla ekkert að taka við þessu, en við ákváðum svo í sameiningu að ég myndi taka þessa tvo leiki allavegana. Svo kemur það í ljós hvað verður.“ Kjartan Atli hafi verið búinn að taka ákvörðun þegar að hann nálgaðist Hjalta. „Hann bara ætlaði ekki að halda áfram. Vildi bara bakka út, bæði fyrir sig sjálfan sig og liðið, ég var ekkert sammála því.“ Sést í kvöld hvaða áhrif þetta hefur á leikmenn Stórt tap gegn Tindastól mikið högg fyrir Álftnesinga sem hafa verið að ganga í gegnum erfiðar vikur, þetta var fjórða tap liðsins í röð í deildinni. „Það er kannski skrýtið að segja það en sóknarlega vorum við allt í lagi í fyrri hálfleik. En varnarlega klukkum við ekki neinn. Þá var í raun engin fyrirstaða, hvorki undir körfunni eða fyrir utan þriggja stiga línuna, þannig að þeir komust í ákveðinn takt og gír. Það er bara rosalega hættulegt að hleypa Tindastól í þannig gír. Í seinni hálfleik fórum við svolítið mikið að hugsa út í þennan leik í kvöld.“ Leikur kvöldsins af stærri gerðinni í Garðabænum gegn nágrönnunum í liði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum VÍS-bikarsins. Hvaða áhrif hefur svona tap á liðið? „Það kannski sést meira í kvöld, hvernig menn koma gíraðir inn í þann leik,“ svarar Hjalti sem vonast til þess að sínir menn svari fyrir sig gegn nágrönnunum í kvöld eftir þunga daga í aðdragandanum. „Auðvitað getur þetta haft þannig áhrif að menn rífi sig í gang, byrji á núllpunkti og spyrni sér frá botninum. En svo er bara spurning hvernig sjálfstraustið er og hvað atburðir síðustu daga hafa haft að segja. Ég á bara von á því að menn mæti brattir í kvöld.“ Heldurðu að leikmenn átti sig sjálfir á sinni ábyrgð í því sem hefur átt sér stað undanfarna dag? „Við tókum mjög góðan fund á laugardeginum. Fórum aðeins í gegnum þetta og miðað við hvernig menn báru sig þá, þá sýndist mér menn hálf skammast sín, áttuðu sig á ábyrgðinni hjá öllum í kringum liðið og í liðinu.“ „Ég held að þetta sé leikur þar sem við getum snúið við tímabilinu í rauninni. Þetta er frábær leikur til þess. Lokar ekki á neitt Þú stýrir liðinu í næstu tveimur leikjum en er þetta starf sem þú hefur áhuga á að taka að þér til frambúðar? „Það er í raun eitthvað sem við tökum púlsinn á eftir þessa tvo leiki sem framundan eru. Það fer mikið eftir því hvernig þessir tveir leikir verða, hvernig strákarnir bregðast við og þetta gengur allt saman. Hvernig ég fíla mig í þessum tveimur leikjum.“ Þannig að þú lokar engum dyrum fyrir þessa tvo leiki? „Nei ég geri það ekki.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfubolti VÍS-bikarinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira