Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. desember 2025 12:18 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar Vísir/Anton Brink Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. „Við höfum séð dæmi þess efnis undanfarnar vikur að framkvæmdavaldið, sem má bara framkvæma það sem löggjafinn heimilar, er að fara svolítið fram úr sér,“ segir Ingibjörg en hún ræddi þinglokin og störf ríkisstjórnarinnar ásamt Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á Sprengisandi í morgun. Upphlaupsmál sem tefji ríkisstjórn Máli sínu til stuðnings nefnir Ingibjörg ákvörðun Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að skipa ekki í stjórn Tryggingastofnunar, „af því að hún ætlaði sennilega að leggja hana niður síðar.“ „Hún skipaði í stjórn HMS, bara karlmenn, og þar skipti jafnræði engu máli.“ Guðmundur Ari sakar stjórnarandstöðuna um að eyða of miklum tíma í upphlaupsmál af þessu tagi, auðvelt hafi verið að leiðrétta þau mál sem Ingibjörg nefnir í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í slíkum málum tefji fyrir ríkisstjórninni, sem sé að reyna að koma mikilvægum málum í farveg. “Ríkisstjórnin er svolítið búin að vera að forgangsraða stóru málunum sem snerta líf venjulegs fólks, bæta hag venjulegs fólks, á meðan við erum endalaust að bregðast við einhverjum svona upphlaupsmálum frá minnihlutanum,“ segir Guðmundur Ari. Segir skólasamfélagið áhyggjufullt Þá bendir Ingibjörg á ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, um að endurnýja ekki skipunarsamning tveggja skólameistara framhaldsskóla. Guðmundur Ingi tilkynnti í haust áform um að setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. „Þrátt fyrir að það sé ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar núna. Hann ætlar kannski að gera það næsta haust? Þannig að þarna eru þau komin svolítið fram úr sér, farin að framkvæma án þess að hafa heimild fyrir því,“ segir Ingibjörg. „Og það sem er líka kannski umhugsunarvert í þessu öllu saman er að forsætisráðherra hefur verið að verja þessar aðgerðir og í rauninni lögbrot, ef svo má að orði komast, eins og í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra.“ Ingibjörg segist hafa fengið ófá símtöl frá skólameisturum, kennurum og foreldrum sem lýsi áhyggjum yfir stöðu mála í menntakerfinu. „Ráðherra hefur verið að fara hér á fund að kynna það sem hann ætlar að gera, en fólk virðist í rauninni bara upplifa að það séu engin svör. Hann getur ekki svarað fyrir það hvað hann ætli að gera eða hvernig hann ætli að gera það.“ Allt bundið í lög Guðmundur Ari bendir á að menntamálaráðherra hafi ferðast um landið til að heyra afstöðu framhaldsskólanna til mögulegra breytinga og að enn liggi ekki fyrir niðurstöður um hvaða leið verði farin. „Þetta er einhvern veginn blásið upp sem mikil óvissa og að þetta sé að skapa mikla ringulreið og að það þurfi að svara strax hvað á að gera. En staðreyndin er sú að það var farið af stað í ferli í haust, það var farið í þetta samráð. Og niðurstöður, tillögur sem þarf náttúrulega að leggja fyrir, þetta er allt bundið í lög. Þannig að þetta mun fara í gegnum sitt formlega ferli þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Ari. Hér er aðeins stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Við höfum séð dæmi þess efnis undanfarnar vikur að framkvæmdavaldið, sem má bara framkvæma það sem löggjafinn heimilar, er að fara svolítið fram úr sér,“ segir Ingibjörg en hún ræddi þinglokin og störf ríkisstjórnarinnar ásamt Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á Sprengisandi í morgun. Upphlaupsmál sem tefji ríkisstjórn Máli sínu til stuðnings nefnir Ingibjörg ákvörðun Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að skipa ekki í stjórn Tryggingastofnunar, „af því að hún ætlaði sennilega að leggja hana niður síðar.“ „Hún skipaði í stjórn HMS, bara karlmenn, og þar skipti jafnræði engu máli.“ Guðmundur Ari sakar stjórnarandstöðuna um að eyða of miklum tíma í upphlaupsmál af þessu tagi, auðvelt hafi verið að leiðrétta þau mál sem Ingibjörg nefnir í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í slíkum málum tefji fyrir ríkisstjórninni, sem sé að reyna að koma mikilvægum málum í farveg. “Ríkisstjórnin er svolítið búin að vera að forgangsraða stóru málunum sem snerta líf venjulegs fólks, bæta hag venjulegs fólks, á meðan við erum endalaust að bregðast við einhverjum svona upphlaupsmálum frá minnihlutanum,“ segir Guðmundur Ari. Segir skólasamfélagið áhyggjufullt Þá bendir Ingibjörg á ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, um að endurnýja ekki skipunarsamning tveggja skólameistara framhaldsskóla. Guðmundur Ingi tilkynnti í haust áform um að setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. „Þrátt fyrir að það sé ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar núna. Hann ætlar kannski að gera það næsta haust? Þannig að þarna eru þau komin svolítið fram úr sér, farin að framkvæma án þess að hafa heimild fyrir því,“ segir Ingibjörg. „Og það sem er líka kannski umhugsunarvert í þessu öllu saman er að forsætisráðherra hefur verið að verja þessar aðgerðir og í rauninni lögbrot, ef svo má að orði komast, eins og í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra.“ Ingibjörg segist hafa fengið ófá símtöl frá skólameisturum, kennurum og foreldrum sem lýsi áhyggjum yfir stöðu mála í menntakerfinu. „Ráðherra hefur verið að fara hér á fund að kynna það sem hann ætlar að gera, en fólk virðist í rauninni bara upplifa að það séu engin svör. Hann getur ekki svarað fyrir það hvað hann ætli að gera eða hvernig hann ætli að gera það.“ Allt bundið í lög Guðmundur Ari bendir á að menntamálaráðherra hafi ferðast um landið til að heyra afstöðu framhaldsskólanna til mögulegra breytinga og að enn liggi ekki fyrir niðurstöður um hvaða leið verði farin. „Þetta er einhvern veginn blásið upp sem mikil óvissa og að þetta sé að skapa mikla ringulreið og að það þurfi að svara strax hvað á að gera. En staðreyndin er sú að það var farið af stað í ferli í haust, það var farið í þetta samráð. Og niðurstöður, tillögur sem þarf náttúrulega að leggja fyrir, þetta er allt bundið í lög. Þannig að þetta mun fara í gegnum sitt formlega ferli þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Ari. Hér er aðeins stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira