Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 10:32 Brjálaðir áhorfendur brutust inn á völlinn. Ayush Kumar/Getty Images Heimsókn Lionels Messi og föruneyti hans til Indlands fór algjörlega úr böndunum í gær. Aðdáendur argentínska leikmannsins bálreiddust út í hann þegar hann lét sig hverfa snemma af svæðinu. Messi er á ferð um Indland þessa dagana og af því tilefni var reist rúmlega tuttugu metra há stytta af honum þar í landi. Rúmlega áttatíu þúsund aðdáendur hans greiddu sig inn á Salt Lake völlinn í borginni Kolkata í gær til að líta litla snillinginn augum. Indverjarnir voru spenntir að sjá Messi en sáu síðan eitthvað lítið af honum. Debajyoti Chakraborty/NurPhoto via Getty Images Andrúmsloftið var þó ekki lengi létt og skemmtilegt, heldur varð það fljótt mjög spennuþrungið, því afar fáir náðu að sjá Messi. Hann var umkringdur fólki, einhverjum öryggisvörðum en einnig indverskum ráðamönnum sem vildu vera hluti af göngunni og svo fjölskyldu og vinum sínum Luis Suarez og Rodrigo de Paul, þegar hann gekk út á völl. Congratulations to the officials, politicians, and volunteers for turning Messi's walk into your personal photo op. Meanwhile, the actual fans, the ones who funded this event with their ticket money could barely see him. pic.twitter.com/ESmi7PD4cJ— RCBIANS OFFICIAL (@RcbianOfficial) December 13, 2025 „Bara aukaleikarar allt í kringum Messi. Til hvers vorum við að mæta?... Við keyptum miða fyrir 12.000 rúpíur [um 16.000 krónur] en fengum ekki einu sinni að sjá framan í hann“ sagði einn aðdáandinn við ANI fréttastofuna. Imagine paying 12K INR for this,Global Embarrassment for India pic.twitter.com/xSz2I07O2Z— Ali Tanoli (@alitanoli889) December 13, 2025 Fljótlega fóru að heyrast köll: „Við viljum Messi!“ og aðdáendurnir espuðust snöggt. Flöskum var kastað inn á völl, sæti voru rifin úr stúkunni, áhorfendur klifruðu yfir girðingar og lögreglan réði illa við mannfjöldann. Reiðin var mikil hjá þessum Messi aðdáanda. Ayush Kumar/Getty Images Messi tókst ekki að klára göngu sína, hringinn í kringum völlinn, og lét sig hverfa innan við hálftíma eftir að hann mætti á sviðið. „Við höfum verið svikin, það er ekki hægt að segja annað. Samkvæmt dagskrá átti Messi að vera hér í einhverja tvo tíma“ sagði annar áhorfandi, gráti næst, við National Herald. #WATCH | Kolkata, West Bengal: Angry fans threw bottles and chairs from the stands at Kolkata's Salt Lake StadiumStar footballer Lionel Messi has left the Salt Lake Stadium in Kolkata.More details awaited. pic.twitter.com/mcxi6YROyr— ANI (@ANI) December 13, 2025 Dagskráin hjá Messi næstu daga telur fleiri heimsóknir, á tónleika, ungmennafótboltaleiki, padel mót og góðgerðaviðburði í borgunum Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Nýju-Delí. Áhugavert verður að sjá hvort fleiri uppákomur verði á leiðinni eða hvort betur takist í skipulagi og öryggisgæslu. Járnstyttan sem var reist af Messi í tilefni heimsóknarinnar er sú stærsta sinnar tegundar. Enginn íþróttamaður hefur fengið jafn stóra styttu gerða af sér og styttan er mun stærri en sú sem var reist til heiðurs Diegos Maradona í sömu borg. En líkt og með fræga brons styttu af Cristiano Ronaldo, sem var reist í Portúgal, virðist myndhöggvaranum ekki hafa tekist vel að fanga andlitsdrætti leikmannsins. A statue of Lionel Messi has been built in Kolkata, India 🗽🏆It's estimated to stand around 70 feet tall 😳 pic.twitter.com/aAsqaxTh9N— LiveScore (@livescore) December 12, 2025 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Indland Styttur og útilistaverk Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Messi er á ferð um Indland þessa dagana og af því tilefni var reist rúmlega tuttugu metra há stytta af honum þar í landi. Rúmlega áttatíu þúsund aðdáendur hans greiddu sig inn á Salt Lake völlinn í borginni Kolkata í gær til að líta litla snillinginn augum. Indverjarnir voru spenntir að sjá Messi en sáu síðan eitthvað lítið af honum. Debajyoti Chakraborty/NurPhoto via Getty Images Andrúmsloftið var þó ekki lengi létt og skemmtilegt, heldur varð það fljótt mjög spennuþrungið, því afar fáir náðu að sjá Messi. Hann var umkringdur fólki, einhverjum öryggisvörðum en einnig indverskum ráðamönnum sem vildu vera hluti af göngunni og svo fjölskyldu og vinum sínum Luis Suarez og Rodrigo de Paul, þegar hann gekk út á völl. Congratulations to the officials, politicians, and volunteers for turning Messi's walk into your personal photo op. Meanwhile, the actual fans, the ones who funded this event with their ticket money could barely see him. pic.twitter.com/ESmi7PD4cJ— RCBIANS OFFICIAL (@RcbianOfficial) December 13, 2025 „Bara aukaleikarar allt í kringum Messi. Til hvers vorum við að mæta?... Við keyptum miða fyrir 12.000 rúpíur [um 16.000 krónur] en fengum ekki einu sinni að sjá framan í hann“ sagði einn aðdáandinn við ANI fréttastofuna. Imagine paying 12K INR for this,Global Embarrassment for India pic.twitter.com/xSz2I07O2Z— Ali Tanoli (@alitanoli889) December 13, 2025 Fljótlega fóru að heyrast köll: „Við viljum Messi!“ og aðdáendurnir espuðust snöggt. Flöskum var kastað inn á völl, sæti voru rifin úr stúkunni, áhorfendur klifruðu yfir girðingar og lögreglan réði illa við mannfjöldann. Reiðin var mikil hjá þessum Messi aðdáanda. Ayush Kumar/Getty Images Messi tókst ekki að klára göngu sína, hringinn í kringum völlinn, og lét sig hverfa innan við hálftíma eftir að hann mætti á sviðið. „Við höfum verið svikin, það er ekki hægt að segja annað. Samkvæmt dagskrá átti Messi að vera hér í einhverja tvo tíma“ sagði annar áhorfandi, gráti næst, við National Herald. #WATCH | Kolkata, West Bengal: Angry fans threw bottles and chairs from the stands at Kolkata's Salt Lake StadiumStar footballer Lionel Messi has left the Salt Lake Stadium in Kolkata.More details awaited. pic.twitter.com/mcxi6YROyr— ANI (@ANI) December 13, 2025 Dagskráin hjá Messi næstu daga telur fleiri heimsóknir, á tónleika, ungmennafótboltaleiki, padel mót og góðgerðaviðburði í borgunum Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Nýju-Delí. Áhugavert verður að sjá hvort fleiri uppákomur verði á leiðinni eða hvort betur takist í skipulagi og öryggisgæslu. Járnstyttan sem var reist af Messi í tilefni heimsóknarinnar er sú stærsta sinnar tegundar. Enginn íþróttamaður hefur fengið jafn stóra styttu gerða af sér og styttan er mun stærri en sú sem var reist til heiðurs Diegos Maradona í sömu borg. En líkt og með fræga brons styttu af Cristiano Ronaldo, sem var reist í Portúgal, virðist myndhöggvaranum ekki hafa tekist vel að fanga andlitsdrætti leikmannsins. A statue of Lionel Messi has been built in Kolkata, India 🗽🏆It's estimated to stand around 70 feet tall 😳 pic.twitter.com/aAsqaxTh9N— LiveScore (@livescore) December 12, 2025
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Indland Styttur og útilistaverk Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira