Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 13:46 Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun