Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2025 08:45 Frá fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Smiðju. Dagbjört Hákonardóttir er formaður íslensku landsdeildarinnar í Norðurlandaráði og fulltrúi í forsætisnefndinni. Alþingi Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Forsætisnefndin hefur æðsta ákvörðunarvald innan Norðurlandaráðs á milli árlegra þinga ráðsins og hefur þannig völd til að taka ákvarðanir fyrir hönd ráðsins. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og situr í forsætisnefnd, ásamt Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. „Staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi er hernaðarlega mjög mikilvæg. Í heimsókn okkar á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fengum við dýrmæta innsýn í bæði NORDEFCO- og NATO-samstarfið sem er nátengt starfssviði forsætisnefndarinnar. Það hefur því mikla þýðingu að fundurinn hafi verið haldinn hér,“ er haft eftir Dagbjörtu í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs um fundinn. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heimsótti varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.Norden.org/Miriam Fottland Að lokinni heimsókn á varnarsvæðið í Keflavík á mánudag fór fundur nefndarinnar fram í Smiðju Alþingis á þriðjudaginn þar sem tillaga ríkisstjórna Norðurlanda um aukið vægi allsherjarviðbúnaðar í norrænu samstarfi var meðal annars til umfjöllunar. Tillagan fjallar um þörf til aukinnar samræmingar bæði hvað lítur að almannavörnum og hernaðarlegum viðbúnaði í ljósi breyttrar stöðu í öryggismálum, en Norðurlöndin eru nú öll aðildarríki að NATO eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í bandalagið í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. „Tillagan felur meðal annars í sér að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að veita Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi aðild að Haga-samstarfinu og efla norrænt samstarf um æfingar, aðfangaleiðir, orkuöryggi og flutninga, segir meðal annars í tilkynningu Norðurlandaráðs. „Forsætisnefndin bendir á að kórónuveirufaraldurinn og breytt landslag í öryggismálum á Norðurlöndum hafi sýnt fram á þörfina á traustari og samþættari allsherjarvörnum. Einn af meginþáttum tillögunnar felst einnig í því að veita frjálsum félagasamtökum skýrara hlutverk í krísuviðbrögðum og tryggja stöðugar birgðir og aðfangaleiðir um öll Norðurlönd, einnig á Norður-Atlantshafi. Fjallað verður áfram um tillöguna á fundum Norðurlandaráðs í Hróarskeldu í febrúar.“ Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Forsætisnefndin hefur æðsta ákvörðunarvald innan Norðurlandaráðs á milli árlegra þinga ráðsins og hefur þannig völd til að taka ákvarðanir fyrir hönd ráðsins. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og situr í forsætisnefnd, ásamt Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. „Staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi er hernaðarlega mjög mikilvæg. Í heimsókn okkar á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fengum við dýrmæta innsýn í bæði NORDEFCO- og NATO-samstarfið sem er nátengt starfssviði forsætisnefndarinnar. Það hefur því mikla þýðingu að fundurinn hafi verið haldinn hér,“ er haft eftir Dagbjörtu í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs um fundinn. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heimsótti varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.Norden.org/Miriam Fottland Að lokinni heimsókn á varnarsvæðið í Keflavík á mánudag fór fundur nefndarinnar fram í Smiðju Alþingis á þriðjudaginn þar sem tillaga ríkisstjórna Norðurlanda um aukið vægi allsherjarviðbúnaðar í norrænu samstarfi var meðal annars til umfjöllunar. Tillagan fjallar um þörf til aukinnar samræmingar bæði hvað lítur að almannavörnum og hernaðarlegum viðbúnaði í ljósi breyttrar stöðu í öryggismálum, en Norðurlöndin eru nú öll aðildarríki að NATO eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í bandalagið í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. „Tillagan felur meðal annars í sér að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að veita Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi aðild að Haga-samstarfinu og efla norrænt samstarf um æfingar, aðfangaleiðir, orkuöryggi og flutninga, segir meðal annars í tilkynningu Norðurlandaráðs. „Forsætisnefndin bendir á að kórónuveirufaraldurinn og breytt landslag í öryggismálum á Norðurlöndum hafi sýnt fram á þörfina á traustari og samþættari allsherjarvörnum. Einn af meginþáttum tillögunnar felst einnig í því að veita frjálsum félagasamtökum skýrara hlutverk í krísuviðbrögðum og tryggja stöðugar birgðir og aðfangaleiðir um öll Norðurlönd, einnig á Norður-Atlantshafi. Fjallað verður áfram um tillöguna á fundum Norðurlandaráðs í Hróarskeldu í febrúar.“
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira