Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2025 13:32 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti stjórn Ríkisútvarpsins að framkvæmdastjórn hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki með í Eurovision. Vísir/Vilhelm Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent