Lífið

Lista­verkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Listaverkin eru fjölmörg í World Class, Laugum.
Listaverkin eru fjölmörg í World Class, Laugum.

Í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi kynnti Tómas Arnar sér listina sem er að finna í líkamsræktarstöðinni í World Class í Laugum en hún hefur gjarnan verið á milli tannanna á fólki.

Ekki furða enda listin kynferðisleg og ýjar gjarnan að æxlunarfærum. Sviðshöfundurinn Elínborg Una fór með Tómasi í leiðangur til að túlka þessa list. 

Safnið samanstendur af reðurtáknum, sáðfrumum, nöktum líkömum, brjóstum og leggöngum. Hún var nemi í Listaháskólanum í Laugarnesi og fór að mæta reglulega í Laugar.

„Verkin eru mjög sérstök að mörgu leyti og þannig að ég fór mikið að pæla í þeim og ég endaði sem sagt á að skrifa svona eiginlega ritgerð í Listaháskólanum, bara mikla greiningu á þessum verkum,“ segir Elínborg.

„Þau í rauninni sýna öll eða ýja að æxlunarfærum og þau eru mjög kynferðisleg og klámfengin,“ segir hún. Tómas gekk með Elínborgu um alla bygginguna og skoðuðu þau verkin saman.

Björn Leifsson er eigandi World Class og fara verkin inn í húsin þeirra í gegnum hann.

„Mér finnst þetta bara vera partur af sögunni. Þetta er bara list. Og ef fólki finnst listin ljót, þá er það mjög algengt,“ segir Björn sem fer vel yfir sögu verkanna í viðtalinu sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.