Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. desember 2025 07:01 Harpa Þorláksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus, viðurkennir að vinnustaðurinn sé mikið jóla jóla barn í sér. Þau byrja snemma að skreyta og standa fyrir alls kyns viðburðum frá því í nóvember og til jóla. Vísir/Vilhelm „Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus. Og skælbrosir. Því já; aðventan er svolítið sá tími þar sem vinnustaðir virkilega vinna að því að efla og gleðja, skapa stemninguna í vinnunni þannig að jólin svífi yfir, þótt það sé álag. Hjá Nóa Síríus er meira að segja unnið að því að möndlulyktin taki á móti fólki og er þá ótalið ljúffenga heita súkkulaðið sem einn starfsmaðurinn í húsi býr víst svo snilldarlega til, eða allar skemmtanirnar og viðburðirnir sem starfsfólkið og vinnan nýtur saman í aðdraganda jóla. Leikir, keppnir, verðlaun og alls kyns gaman. „Stærsta tilhlökkunin er samt alltaf hádegið með okkar heiðursfólki,“ segir Harpa og útskýrir að þar eigi hún við um tugi starfsmanna sem þegar hafa látið af störfum hjá fyrirtækinu sökum aldurs, sá elsti nú 90 ára. Í þessari og næstu viku mun Atvinnulífið heimsækja vinnustaði og fá að heyra um jólastemninguna á aðventunni. Fyrsta heimsóknin er Nói Síríus. Sá viðburður sem stendur uppúr og öllum finnst svo vænt um er þegar heiðursfólkið - fyrrum starfsfólk Nóa Síríus sem hefur lokið störfum sökum aldurs - mætir í jólahlaðborðið. Harpa segir einstaklega gaman að hitta þann hóp, sem nú telur um þrjátíu manns, þar af er sá elsti 90 ára. Nýjar og gamlar venjur Hjá Nóa Síríus starfa um 120 manns í dag af 15 þjóðernum. Íslendingar eru um 60% starfsfólks en 40% er fólk frá öðrum þjóðernum, sem Harpa segir líka óskaplega skemmtilega blöndu fyrir vinnustaðinn. „Við gerum þetta til dæmis þannig að á þjóðhátíðardegi hvers og eins, er einhver matur í hádeginu frá því landi,“ segir Harpa og útskýrir að svo heppin séu þau að í fyrirtækinu starfar snilldarkokkur í mötuneytinu sem eldar ofan í þau. Hvort sem það eru framandi þjóðlegir réttir í samstarfi við starfsfólk erlendis frá, eða til að elda allan ljúffenga íslenska matinn sem við kennum við jól og aðventu. „Það er auðvitað ákveðinn lúxus að hafa okkar eiginn kokk og auðvitað eru sumir sem koma með sitt eigið nesti og allt það. Hádegið er samt þessi mikilvæga samvera þar sem við styrkjum tengslin, þetta eru stundirnar þar sem við erum að spjalla saman án þess að vera að tala um vinnuna og svo framvegis,“ segir Harpa og viðurkennir að henni finnist hún oft upplifa missi ef eitthvað verður til þess að hún nær ekki að kíkja í hádegið á vinnustaðnum til að heilsa upp á og hitta sitt fólk. Ljóta jólapeysan, heitt súkkulaði, uppskriftasamkeppni og fleira er meðal viðburða með starfsfólki en fjölskylduviðburðirnir vinsælu eru piparkökubaksturinn og jólabíóið. Og auðvitað þarf bæði að skreyta og borða góðu piparkökurnar. „Bara til dæmis áðan var ég að ræða við eina sem hefur starfað hérna í 39 ár og hlakkar svo til að halda upp á sitt fertugasta ár á næsta ári!“ segir Harpa og brosir. Sem er fínt að hún minnist á, því eitt af því sem einkennir starfshóp Nóa Síríus er hár starfsaldur. Í rótgrónu fyrirtæki sem þessu, hafa þær því verið þó nokkrar kynslóðirnar sem hafa starfað um árabil, oft marga áratugi og jafnvel alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu. „Það er ómetanlegt að fá að kynnast þessi fólki,“ segir Harpa og lýsir því hvernig jólahlaðborðið með heiðursfólkinu sé þannig uppsett að hádegið er aðeins lengra en venjulega og fyrir þennan dag hefur verið unnið að því að ná í sem flesta eldri starfsmenn sem látið hafa af störfum sökum aldurs. „Sem getur alveg verið heilmikil vinna líka,“ segir Harpa og brosir. Enda ekki allir á hópnum á Facebook eða vanir því að nota gömlu góðu landlínuna frekar en gsm. Harpa segir þennan sið hafa verið um árabil hjá fyrirtækinu. Þetta sé eitt af því sem hún heyrði af einna fyrst eftir að hún byrjaði sjálf hjá fyrirtækinu fyrir nokkrum árum síðan og eitt af því sem sé svo yndislegt við þetta, sé að þetta sé árleg hefð sem öllum finnist einhvern veginn svo vænt um. Að fá tækifæri til að hitta hópinn, kynnast þeim og spjalla. Gefa þeim jólanammikassann okkar góða og í raun láta vita að auðvitað tilheyra þau enn hópnum þótt þau séu ekki lengur að vinna með okkur.“ Harpa segir jólastemninguna með starfsfólki í raun snúast um gleði. Vitað sé að streita fylgi oft þessum mánuði og því sé mikilvægt að vinnustaðir hlúi að sínu fólki með gleði, þar sem markmiðinu er náð þegar fólk fer heim í gleði, að loknum vinnudegi.Vísir/Vilhelm Stemningin í kringum baksturinn Það veit það hvert mannsbarn á Íslandi að auðvitað er desember mánuður álagstími hjá fyrirtæki eins og Nóa Síríus. Enda einfaldlega staðreynd að konfektmolar Nóa Síríus eru nánast partur af DNA-inu okkar; hver hefur ekki skoðanir á því hvaða moli er bestur? Í jólaboðum geta meira að segja verið skiptar skoðanir á molum, svo ekki sé talað um umræðurnar um nýju molana. Þar sem sitt sýnist hverjum og allt það… En álagið snýst um meira en framleiðsluna sem þarf öll að vera hin mesta fyrir jólin sjálf, því Harpa segir þeirra vertíð í raun hefjast á jólabakstrinum. „Þess vegna má segja að jólagleðin okkar hefjist líka hér innanhúss með bakstri því það sem í raun hefur okkar jóladagskrá er bökunarkeppni starfsmanna.“ Sem er engin smá! „Kosningar eru leynilegar og dómnefnd er fengin til að smakka. Þannig að þetta er allt mjög alvöru,“ segir Harpa og brosir. „Og síðan gefum við út þessar uppskriftir fyrir okkar fólk. Þannig að þótt margir tengi okkur við veglega uppskriftarbæklinga sem Nói Síríus hefur margsinnis gefið út, er ekkert minni metnaður settur í þá keppni sem hér fer fram innandyra.“ Dómnefndin og kræsingarnar: Jóladagskráin byrjar nokkrum vikum fyrir jól þegar starfsfólk fær bökunarpakka og hörkuspennandi uppskriftarsamkeppni hefst. Sem Harpa segir mjög metnaðarfulla keppni enda bíði dómnefndar erfitt hlutverk að smakka og kveða upp niðurstöður í kjölfar leynilegrar kosningar. Sem fjölskyldusamverustundir er boðið upp á piparkökumálun sem fer fram um helgi og er óskaplega skemmtileg samverustund. „Síðan förum við alltaf á eina fjölskyldusýningu í bíó,“ segir Harpa um viðburðinn sem fólkið innanhúss talar almennt um sem jólabíóið.“ Ljóta jólapeysuþemað er auðvitað þekkt sem skemmtilegur viðburðardagur, síðan er fenginn Möndlubás til að leyfa ilminum af ristuðum möndlum að fylla öll vit og þá á eftir að nefna kaffistundina með góða heita súkkulaðinu. Sem augljóslega er svo gott að það er varla að Harpa hafi nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því. „Það er bara ein hérna sem er viðskiptastjóri sem býr til svo svakalega gott heitt súkkulaði að hún sér um þetta,“ segir hún svo íbyggin á svip. Svona eins og hún sé að uppljóstra ríkisleyndarmáli… Fólkið sem allir elska er auðvitað kokkurinn og fólkið á bakvið góða matinn. Jólaþema er fjóra fimmtudaga fyrir jól, sem endar á jólahlaðborði sem er hádegi í lengra lagi. Gott í skóinn og verðlaunin Eins og hjá svo mörgum vinnustöðum, ríkir alltaf spenna og eftirvænting fyrir jólagjöfinni hvert ár. Sem Harpa segir rúsínuna í pylsuendanum og eðlilega ekkert hægt að gefa upp um þau mál á þessari stundu. Jólanammikassinn sé hins vegar útbúinn fyrir alla starfsmenn, þar á meðal heiðursfólkið áðurnefnda. „Eitt af því sem ég innleiddi þó eftir að ég byrjaði hér fyrir þremur árum síðan, er leikur sem við köllum Gott í skóinn,“ segir Harpa og útskýrir. „Gott í skóinn leikurinn er skemmtileg tenging við jólasveinana þrettán. Sem er alltaf skemmtileg tenging fyrir okkur öll en ekki síst skemmtileg leið til að kynna fyrir okkar góða erlenda starfsfólki íslensku jólasveinana og íslensku siðina,“ segir Harpa og bætir við: „Það er líka svo mikilvægt að vinnustaðir séu meðvitaðir um að starfsfólk erlendis frá, er ekki endilega með stóra fjölskyldu á bakvið sig staðsetta á Íslandi. Inngilding á fjölbreytileikanum snýst þó um það líka að við sem samfélag kennum okkar siði og venjur.“ Gott í skóinn er meðal leikja sem Nói Síríus er með fyrir starfsfólk, þar sem tveir heppnir fá gjafir frá jólasveinunum í þrettán daga. Harpa segir leik sem þennan líka skemmtilega leið til að kynna íslensku jólasveinana, en í fyrirtækinu starfar fólk frá fimmtán þjóðernum.Vísir/Vilhelm Gott í skóinn leikurinn er verðlaunaleikur þar sem daglega er tilkynnt um tvö nöfn sem voru dregin úr verðlaunapotti. „Þau hljóta þá verðlaun sem geta verið allt frá gjafabréf út að borða eða í bíó, snyrtivörur, gjafabréf í verslun og svo framvegis.“ Almennt má heyra í tali Hörpu að fyrirtækið er svolítið mikið jóla jóla barn í sér, ef svo má segja. „Við skreytum til dæmis mjög snemma, erum fyrst á svæðinu að skreyta hérna úti,“ segir hún og lýsir svæðinu með handabandi. En er ekki kúnst að búa til gleði og viðburði, án þess að fara yfir strikið; sérílagi á álagstímum? „Jú vissulega er það kúnst. En rótin er gleði. Við sem störfum hér, erum að vinna að einhverju sem er ætlað að veita öðru fólki gleði; því hvað annað en gleði er konfekt frá okkur? Mér finnst það því ákveðinn metnaður fyrir okkur sem vinnustað að næra fólkið okkar með gleði og hlúa að þeim þannig,“ segir Harpa og bætir við: Í stóru myndinni vitum við líka að jólum fylgir ákveðin streita. Og þar finnst mér líka skipta máli hvernig við sem vinnustaður vinnum að því að aðventan sé það gleðilegur tími að eftir vinnudag, skili það sér í ánægðu fólki heim. Þannig á það að vera og í mínum huga er markmiðinu náð þegar við náum því.“ Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. 4. desember 2025 07:01 Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. 23. desember 2024 07:00 Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04 Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Og skælbrosir. Því já; aðventan er svolítið sá tími þar sem vinnustaðir virkilega vinna að því að efla og gleðja, skapa stemninguna í vinnunni þannig að jólin svífi yfir, þótt það sé álag. Hjá Nóa Síríus er meira að segja unnið að því að möndlulyktin taki á móti fólki og er þá ótalið ljúffenga heita súkkulaðið sem einn starfsmaðurinn í húsi býr víst svo snilldarlega til, eða allar skemmtanirnar og viðburðirnir sem starfsfólkið og vinnan nýtur saman í aðdraganda jóla. Leikir, keppnir, verðlaun og alls kyns gaman. „Stærsta tilhlökkunin er samt alltaf hádegið með okkar heiðursfólki,“ segir Harpa og útskýrir að þar eigi hún við um tugi starfsmanna sem þegar hafa látið af störfum hjá fyrirtækinu sökum aldurs, sá elsti nú 90 ára. Í þessari og næstu viku mun Atvinnulífið heimsækja vinnustaði og fá að heyra um jólastemninguna á aðventunni. Fyrsta heimsóknin er Nói Síríus. Sá viðburður sem stendur uppúr og öllum finnst svo vænt um er þegar heiðursfólkið - fyrrum starfsfólk Nóa Síríus sem hefur lokið störfum sökum aldurs - mætir í jólahlaðborðið. Harpa segir einstaklega gaman að hitta þann hóp, sem nú telur um þrjátíu manns, þar af er sá elsti 90 ára. Nýjar og gamlar venjur Hjá Nóa Síríus starfa um 120 manns í dag af 15 þjóðernum. Íslendingar eru um 60% starfsfólks en 40% er fólk frá öðrum þjóðernum, sem Harpa segir líka óskaplega skemmtilega blöndu fyrir vinnustaðinn. „Við gerum þetta til dæmis þannig að á þjóðhátíðardegi hvers og eins, er einhver matur í hádeginu frá því landi,“ segir Harpa og útskýrir að svo heppin séu þau að í fyrirtækinu starfar snilldarkokkur í mötuneytinu sem eldar ofan í þau. Hvort sem það eru framandi þjóðlegir réttir í samstarfi við starfsfólk erlendis frá, eða til að elda allan ljúffenga íslenska matinn sem við kennum við jól og aðventu. „Það er auðvitað ákveðinn lúxus að hafa okkar eiginn kokk og auðvitað eru sumir sem koma með sitt eigið nesti og allt það. Hádegið er samt þessi mikilvæga samvera þar sem við styrkjum tengslin, þetta eru stundirnar þar sem við erum að spjalla saman án þess að vera að tala um vinnuna og svo framvegis,“ segir Harpa og viðurkennir að henni finnist hún oft upplifa missi ef eitthvað verður til þess að hún nær ekki að kíkja í hádegið á vinnustaðnum til að heilsa upp á og hitta sitt fólk. Ljóta jólapeysan, heitt súkkulaði, uppskriftasamkeppni og fleira er meðal viðburða með starfsfólki en fjölskylduviðburðirnir vinsælu eru piparkökubaksturinn og jólabíóið. Og auðvitað þarf bæði að skreyta og borða góðu piparkökurnar. „Bara til dæmis áðan var ég að ræða við eina sem hefur starfað hérna í 39 ár og hlakkar svo til að halda upp á sitt fertugasta ár á næsta ári!“ segir Harpa og brosir. Sem er fínt að hún minnist á, því eitt af því sem einkennir starfshóp Nóa Síríus er hár starfsaldur. Í rótgrónu fyrirtæki sem þessu, hafa þær því verið þó nokkrar kynslóðirnar sem hafa starfað um árabil, oft marga áratugi og jafnvel alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu. „Það er ómetanlegt að fá að kynnast þessi fólki,“ segir Harpa og lýsir því hvernig jólahlaðborðið með heiðursfólkinu sé þannig uppsett að hádegið er aðeins lengra en venjulega og fyrir þennan dag hefur verið unnið að því að ná í sem flesta eldri starfsmenn sem látið hafa af störfum sökum aldurs. „Sem getur alveg verið heilmikil vinna líka,“ segir Harpa og brosir. Enda ekki allir á hópnum á Facebook eða vanir því að nota gömlu góðu landlínuna frekar en gsm. Harpa segir þennan sið hafa verið um árabil hjá fyrirtækinu. Þetta sé eitt af því sem hún heyrði af einna fyrst eftir að hún byrjaði sjálf hjá fyrirtækinu fyrir nokkrum árum síðan og eitt af því sem sé svo yndislegt við þetta, sé að þetta sé árleg hefð sem öllum finnist einhvern veginn svo vænt um. Að fá tækifæri til að hitta hópinn, kynnast þeim og spjalla. Gefa þeim jólanammikassann okkar góða og í raun láta vita að auðvitað tilheyra þau enn hópnum þótt þau séu ekki lengur að vinna með okkur.“ Harpa segir jólastemninguna með starfsfólki í raun snúast um gleði. Vitað sé að streita fylgi oft þessum mánuði og því sé mikilvægt að vinnustaðir hlúi að sínu fólki með gleði, þar sem markmiðinu er náð þegar fólk fer heim í gleði, að loknum vinnudegi.Vísir/Vilhelm Stemningin í kringum baksturinn Það veit það hvert mannsbarn á Íslandi að auðvitað er desember mánuður álagstími hjá fyrirtæki eins og Nóa Síríus. Enda einfaldlega staðreynd að konfektmolar Nóa Síríus eru nánast partur af DNA-inu okkar; hver hefur ekki skoðanir á því hvaða moli er bestur? Í jólaboðum geta meira að segja verið skiptar skoðanir á molum, svo ekki sé talað um umræðurnar um nýju molana. Þar sem sitt sýnist hverjum og allt það… En álagið snýst um meira en framleiðsluna sem þarf öll að vera hin mesta fyrir jólin sjálf, því Harpa segir þeirra vertíð í raun hefjast á jólabakstrinum. „Þess vegna má segja að jólagleðin okkar hefjist líka hér innanhúss með bakstri því það sem í raun hefur okkar jóladagskrá er bökunarkeppni starfsmanna.“ Sem er engin smá! „Kosningar eru leynilegar og dómnefnd er fengin til að smakka. Þannig að þetta er allt mjög alvöru,“ segir Harpa og brosir. „Og síðan gefum við út þessar uppskriftir fyrir okkar fólk. Þannig að þótt margir tengi okkur við veglega uppskriftarbæklinga sem Nói Síríus hefur margsinnis gefið út, er ekkert minni metnaður settur í þá keppni sem hér fer fram innandyra.“ Dómnefndin og kræsingarnar: Jóladagskráin byrjar nokkrum vikum fyrir jól þegar starfsfólk fær bökunarpakka og hörkuspennandi uppskriftarsamkeppni hefst. Sem Harpa segir mjög metnaðarfulla keppni enda bíði dómnefndar erfitt hlutverk að smakka og kveða upp niðurstöður í kjölfar leynilegrar kosningar. Sem fjölskyldusamverustundir er boðið upp á piparkökumálun sem fer fram um helgi og er óskaplega skemmtileg samverustund. „Síðan förum við alltaf á eina fjölskyldusýningu í bíó,“ segir Harpa um viðburðinn sem fólkið innanhúss talar almennt um sem jólabíóið.“ Ljóta jólapeysuþemað er auðvitað þekkt sem skemmtilegur viðburðardagur, síðan er fenginn Möndlubás til að leyfa ilminum af ristuðum möndlum að fylla öll vit og þá á eftir að nefna kaffistundina með góða heita súkkulaðinu. Sem augljóslega er svo gott að það er varla að Harpa hafi nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því. „Það er bara ein hérna sem er viðskiptastjóri sem býr til svo svakalega gott heitt súkkulaði að hún sér um þetta,“ segir hún svo íbyggin á svip. Svona eins og hún sé að uppljóstra ríkisleyndarmáli… Fólkið sem allir elska er auðvitað kokkurinn og fólkið á bakvið góða matinn. Jólaþema er fjóra fimmtudaga fyrir jól, sem endar á jólahlaðborði sem er hádegi í lengra lagi. Gott í skóinn og verðlaunin Eins og hjá svo mörgum vinnustöðum, ríkir alltaf spenna og eftirvænting fyrir jólagjöfinni hvert ár. Sem Harpa segir rúsínuna í pylsuendanum og eðlilega ekkert hægt að gefa upp um þau mál á þessari stundu. Jólanammikassinn sé hins vegar útbúinn fyrir alla starfsmenn, þar á meðal heiðursfólkið áðurnefnda. „Eitt af því sem ég innleiddi þó eftir að ég byrjaði hér fyrir þremur árum síðan, er leikur sem við köllum Gott í skóinn,“ segir Harpa og útskýrir. „Gott í skóinn leikurinn er skemmtileg tenging við jólasveinana þrettán. Sem er alltaf skemmtileg tenging fyrir okkur öll en ekki síst skemmtileg leið til að kynna fyrir okkar góða erlenda starfsfólki íslensku jólasveinana og íslensku siðina,“ segir Harpa og bætir við: „Það er líka svo mikilvægt að vinnustaðir séu meðvitaðir um að starfsfólk erlendis frá, er ekki endilega með stóra fjölskyldu á bakvið sig staðsetta á Íslandi. Inngilding á fjölbreytileikanum snýst þó um það líka að við sem samfélag kennum okkar siði og venjur.“ Gott í skóinn er meðal leikja sem Nói Síríus er með fyrir starfsfólk, þar sem tveir heppnir fá gjafir frá jólasveinunum í þrettán daga. Harpa segir leik sem þennan líka skemmtilega leið til að kynna íslensku jólasveinana, en í fyrirtækinu starfar fólk frá fimmtán þjóðernum.Vísir/Vilhelm Gott í skóinn leikurinn er verðlaunaleikur þar sem daglega er tilkynnt um tvö nöfn sem voru dregin úr verðlaunapotti. „Þau hljóta þá verðlaun sem geta verið allt frá gjafabréf út að borða eða í bíó, snyrtivörur, gjafabréf í verslun og svo framvegis.“ Almennt má heyra í tali Hörpu að fyrirtækið er svolítið mikið jóla jóla barn í sér, ef svo má segja. „Við skreytum til dæmis mjög snemma, erum fyrst á svæðinu að skreyta hérna úti,“ segir hún og lýsir svæðinu með handabandi. En er ekki kúnst að búa til gleði og viðburði, án þess að fara yfir strikið; sérílagi á álagstímum? „Jú vissulega er það kúnst. En rótin er gleði. Við sem störfum hér, erum að vinna að einhverju sem er ætlað að veita öðru fólki gleði; því hvað annað en gleði er konfekt frá okkur? Mér finnst það því ákveðinn metnaður fyrir okkur sem vinnustað að næra fólkið okkar með gleði og hlúa að þeim þannig,“ segir Harpa og bætir við: Í stóru myndinni vitum við líka að jólum fylgir ákveðin streita. Og þar finnst mér líka skipta máli hvernig við sem vinnustaður vinnum að því að aðventan sé það gleðilegur tími að eftir vinnudag, skili það sér í ánægðu fólki heim. Þannig á það að vera og í mínum huga er markmiðinu náð þegar við náum því.“
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. 4. desember 2025 07:01 Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. 23. desember 2024 07:00 Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04 Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. 4. desember 2025 07:01
Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. 23. desember 2024 07:00
Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04
Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01
Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01