Fótbolti

Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar Junior fann fyrir hverju skrefi í leikjunum með Santos enda höfðu læknar hans ráðlagt honum að spila ekki. 
Neymar Junior fann fyrir hverju skrefi í leikjunum með Santos enda höfðu læknar hans ráðlagt honum að spila ekki.  Getty/Ricardo Moreira

Santos verður áfram í brasilísku deildinni og það er ekki síst þökk sé fórnfýsi stórstjörnu liðsins.

Neymar sýndi meistaratakta í mikilvægum sigrum í fallbaráttunni þrátt fyrir að spila með rifinn liðþófa.

Neymar hefur oft verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig en hann vann sér inn virðingu hjá mörgum með því að gefa sig allan í að bjarga uppeldisfélagi sínu frá falli.

Þegar aðeins þrír leikir voru eftir af Brasileiro Série A sátu þeir í fallsæti og blasti við annað fall þeirra á þremur árum.

Til að gera illt verra varð Neymar fyrir alvarlegum hnémeiðslum og læknar ráðlögðu honum að gangast undir aðgerð. Hann hunsaði þó þau ráð og það hefur svo sannarlega borgað sig.

Það var líka tilfinningaþrungin stund fyrir fyrirliða Santos, Neymar, þegar uppeldisfélag hans forðaðist fall úr Brasileirao-deildinni og tryggði sér sæti í Copa Sudamericana. Þeir hafa ekki aðeins forðast fall, heldur hefur gott gengi þeirra skotið þeim upp töfluna.

Þrátt fyrir meiðslin þá var Neymar með fimm mörk og eina stoðsendingu í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Hann kom ekki að marki í lokaleiknum en Santos vann þá 3-0 sigur á Cruzeiro. Neymar reyndi þó fjögur skot og bjó til þrjú færi fyrir liðsfélaga sína.

Í leikslok hoppaði Neymar um völlinn eins og kátur krakki. Gleðin lengdi sér ekki. Neymar mun líklega yfirgefa félagið árið 2026 þegar samningur hans rennur út í leit að spiltíma fyrir heimsmeistaramótið, en það sem hann hefur gert mun aldrei gleymast.

Næst á dagskránni er að fara í hnéaðgerð sem vonandi heppnast vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×