Körfubolti

Rekinn út úr húsi vegna við­bragða þegar mót­herji ætlaði að hlera leikhléið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Torbjörn Gehrke, þjálfari Umeå, var allt annað en sáttur við mótherja sinn en það endaði ekki vel.
Torbjörn Gehrke, þjálfari Umeå, var allt annað en sáttur við mótherja sinn en það endaði ekki vel. Umeå Basket

Alan Zekovic og félagar í Sloga unnu eins marks sigur á Umeå í sænska körfuboltanum um helgina. Spennandi leikur þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum.

Leikurinn milli Umeå og Sloga varð líka mjög dramatískur þar sem atvik í blálokin hafði mikil áhrif á úrslitin.

Torbjörn Gehrke, þjálfari Umeå, átti ekki leikhlé eftir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir. Villa hafði sent leikmann liðsins hans á vítalínuna.

Hann kallaði þá hina leikmenn sína til sín við hliðarlínuna og reyndi að skipuleggja næstu sókn.

Alan Zekovic, leikmaður Sloga, kom þá aðvífandi og reyndi að sjá hvað þjálfarinn var að setja upp.

Þjálfarinn brást mjög illa við því og ýtti Zekovic í burtu með því að setja höndina í andlit leikmannsins.

Zekovic fékk tæknivillu hjá dómurum leiksins en Gehrke þjálfari var rekinn út úr húsi.

Staðan var þarna 83-82 fyrir Sloga eftir að vítin fóru ofan í en leikurinn endaði með sigri Sloga, 86-85.

Þetta sérstaka atvik má sjá hér fyrir neðan en myndbandið sést með því að smella á myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×