Handbolti

„Æðis­leg til­finning að sjá boltann í markinu“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Matthildur Lilja Jónsdóttir hefur staðið vaktina af stakri prýði hjá íslenska liðinu. 
Matthildur Lilja Jónsdóttir hefur staðið vaktina af stakri prýði hjá íslenska liðinu. 

Matthildur Lilja Jónsdóttir var að spila á sínu fyrsta stórmóti á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna en íslenska liðið lauk leik á mótinu með góðum sigri á Færeyjum í lokaumferð milliriðilsins í Dortmund í kvöld. Matthildur Lija skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska liðið í leiknum. 

„Mér líður alveg ofboðslega vel. Þetta var bara alveg geðveikt allt frá upphafi til enda í þessum leik. Þeim var búið að ganga vel á mótinu og við vildum sýna að við gætum unnið þær. Það er mjög sætt að kveðja mótið með sigri,“ sagði Matthildur Lija að leik loknum. 

„Þetta var jafn og spennandi leikur allan tímann en við vorum með yfirhöndina nánast allan leikinn og verðskulduðum því þennan sigur. Við spiluðum vel og liðsheildin var frábær. Það skóp sigurinn,“ sagði Matthildur sem lék vel í vörn íslenska liðsins. Þess utan komst hún á blað með íslenska landsliðinu í þessum leik. 

„Það var æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu. Ég sá tómt mark og hugsaði bara jesss. Það var frábært að ná að brjóta ísinn með þessu marki,“ sagði hún. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×