Handbolti

„Sér­stak­lega sætt að vinna Fær­eyjar“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir stillir upp í sókn hjá íslenska liðinu. 
Sandra Erlingsdóttir stillir upp í sókn hjá íslenska liðinu.  Tom Weller/Getty Images

Sandra Erlingsdóttir skilaði fjórum mörkum á töfluna þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta lagði Færeyja að velli í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Dortmund í kvöld. 

„Mér líður mjög vel og það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem lið að klára þetta mót með sigri. Það er sérstaklega gaman að sá sigur komi á móti Færeyjum þar sem það er lið sem við höfum verið að vinna og tapa nánast til skiptis undanfarið,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins aðspurð um tilfinninguna eftir sigurleikinn. 

„Við vissum að þetta yrði hörkuleikur í 60 mínútur þar sem þær eru með mjög flott lið. Þetta er búið að vera langt og strangt mót og það hefur tekið á að tapa nokkrum leikjum í röð. Svo erum við búnar að vera mikið saman í búbblu á meðan á mótinu stendur og erum mjög glaðar að enda þetta með kærkomnum sigri,“ saðgi Sandra. 

„Það er skrýtið að mótið sé bara búið. Við erum búnar að bíða eftir þessu í móti og svo er þetta allt í einu búið. Ég er hins vegar mjög spennt að hitta litla strákinn og verja meiri tíma með honum. Það verður mjög gaman að koma til Íslands beint í jólastemminguna með fjölskyldunni,“ sagði fyrirliðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×