Innlent

Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hrossin sveigðu inn á Álftanesveg af einum afleggjaranum.
Hrossin sveigðu inn á Álftanesveg af einum afleggjaranum. Aðsend

Hópur hesta sást brokka í makindum sínum fram Álftanesveg síðdegis í dag. Vakin var athygli á hestunum, sem virðast í fljótu bragði ferðast sjö saman, á hverfishópi Álftaness. 

Ekki er ljóst af hvaða bæ þessir hestar eru sloppnir en ökumenn á leið sinni fram nesið þurfa að gæta ítrustu varúðar á meðan þeir eru á sveimi.

Viðeigandi bóndi mun væntanlega vitja hesta sinna þegar hann áttar sig á því að þá vanti en þangað til fá hrossin að njóta þessa einstaka fallega veðurs frammi á nesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×