Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. desember 2025 09:00 Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Nýjustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti árið 2025 og bankinn telur jafnvel líklegt að árið 2026 verði erfiðara. Fjárlög 2026 byggja því á veikum grunni. Mikilvægt er að undirstrika að enginn gerir ráð fyrir hruni eða alvarlegu atvinnuleysi á næsta ári. Stoðir samfélagsins eru sterkar og fjölskyldur þurfa ekki að hafa áhyggjur. En fjárlagagerð á tímum óvissu krefst varfærni, skýrleika og aga. Ef fjárlög taka ekki mið af kólnandi efnahag og styðja ekki við stöðugleika, getur niðursveiflan orðið dýpri en ella. Það má ekki gerast. Markmiðið er stöðugleiki fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki Lykilmarkmið okkar allra er að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur, auk fyrirtækja, geti búið við stöðugleika í öruggu samfélagslegu umhverfi. Að allir hafi vinnu við hæfi, að verðbólga sé hófleg og vextir fasteignalána séu viðráðanlegir. Umfram allt þurfa fyrirtækin í landinu að búa við samkeppnishæf skilyrði. Skilaboð Framsóknar felast nú í að minna á þörfina fyrir aukna varúð og læra af reynslunni við framkvæmd fjárlaga undanfarna áratugi. Við erum þekkt í ríkjum OECD fyrir að fara nánast ávallt út fyrir markmið fjárlaga. Við erum ekki nógu öguð þegar kemur að fjármálum ríkisins. Þetta er ein ástæða þess að verðbólga er hærri en hún þyrfti að vera. Veikleikar í útflutningsgreinum Stoðir útflutnings hafa veikst hratt. Álframleiðsla hefur dregist saman, fiskeldi stendur frammi fyrir áskorunum, óvissa ríkir í umhverfi ferðaþjónustu og ESB hefur sett tolla á útflutning kísilmálms. Á sama tíma munu auknar álögur á sjávarútveg draga úr fjárfestingu og breytt skattkerfi með hærri vörugjöldum þrengja svigrúm heimila og fyrirtækja. Í slíku umhverfi þarf að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hér má nefna tillögur Framsóknar um fjárfestingaátak atvinnuvega með hvötum til lausna sem miða að aukinni skilvirkni og orkusparnaði, markaðsátak til að styðja ferðaþjónustu og íslenska framleiðslu á erlendri grundu, að efla nýsköpun með nýjum nýsköpunarsjóði og stóreflingu íslenskunnar. Samfélagið þarf á aukinni hreyfingu að halda. Of bjartsýnar forsendur Seðlabankinn hefur staðfest að niðursveiflan sé komin „með meiri þunga og fyrr" en áður var talið. Í slíku ástandi er óábyrgt að byggja fjárlög á bestu mögulegu sviðsmynd. Skýrasta dæmið er áform um 8,5 milljarða tekjuaukningu vegna breytinga á vörugjöldum bifreiða. Allt bendir til þess að fólk og fyrirtæki muni flýta kaupum og rýra þannig tekjugrunn næsta árs. Á sama tíma er almennur varasjóður færður niður í 1% sem er lagalegt lágmark. Ekki er því búist við neinu einasta áfalli á næsta ári. Er það líklegt? Almennur varasjóður á að vera borð fyrir báru og tryggja að áætlanir fjárlaga 2026 haldi. Ósjálfbær þróun ríkisfjármála Heildargjöld ríkisins á árinu 2026 verða um 1.626 milljarðar, vaxtagjöld nálgast 150 milljarða sem eru tæplega 10% heildarútgjalda ríkisins. Þetta er fullkomlega ósjálfbær þróun. Halli næsta árs er áætlaður yfir 27 milljarðar króna. Slíkur halli er ekki verulegt áhyggjuefni eitt og sér, en ef ríkisstjórnin hyggst ná hallalausum fjárlögum árið 2027, sem er jákvætt markmið, þá þarf allt að ganga upp á næsta ári. Viðvörun fjármálaráðs Fjármálaráð benti sl. vor á að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 krefjist „mikils aga" og að forsendur um hagvöxt, verðbólgu og ytri áföll verði að ganga upp sem sé ólíklegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða fjármálaráðs er að „því mætti hafa meira borð fyrir báru svo að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 teljist trúverðugt." Við þurfum að taka þessum varnaðarorðum alvarlega. Óskýr markmið um árangur Annað sem vekur áhyggjur er að markmið fjárlaga um árangur og starfsemi heilbrigðisstofnana, menntakerfisins og atvinnuveganna eru afar óskýr. Lög um opinber fjármál gera kröfu um skýr markmið um starfsemi málefnasviða s.s. heilbrigðismála. Grundvallarspurningin er: Vitum við hvert við stefnum? Án skýrrar stefnu er ekki hægt að forgangsraða, meta hvort útgjöld séu réttlát eða tryggja markvissa framkvæmd fjárlaga. Leiðin fram á við Margt er jákvætt í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Áherslur Framsóknar varða það að benda á hættumerki og nauðsyn aukinnar varúðar. Þörf er á endurmati forsendna byggðu á raunverulegri stöðu hagkerfisins, stærri almennum varasjóði, markvissri mótvægisaðgerðum, skýrum og mælanlegum markmiðum um rekstur ríkisins og varkárari fjármálastjórn sem stuðlar að stöðugleika. Í janúar 2026 hefst vinna við nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2027–2031. Þar verður tækifæri til að leggja traustan grunn að hallalausum fjárlögum og ábyrgu ríkisfjármálakerfi. Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Nýjustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti árið 2025 og bankinn telur jafnvel líklegt að árið 2026 verði erfiðara. Fjárlög 2026 byggja því á veikum grunni. Mikilvægt er að undirstrika að enginn gerir ráð fyrir hruni eða alvarlegu atvinnuleysi á næsta ári. Stoðir samfélagsins eru sterkar og fjölskyldur þurfa ekki að hafa áhyggjur. En fjárlagagerð á tímum óvissu krefst varfærni, skýrleika og aga. Ef fjárlög taka ekki mið af kólnandi efnahag og styðja ekki við stöðugleika, getur niðursveiflan orðið dýpri en ella. Það má ekki gerast. Markmiðið er stöðugleiki fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki Lykilmarkmið okkar allra er að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur, auk fyrirtækja, geti búið við stöðugleika í öruggu samfélagslegu umhverfi. Að allir hafi vinnu við hæfi, að verðbólga sé hófleg og vextir fasteignalána séu viðráðanlegir. Umfram allt þurfa fyrirtækin í landinu að búa við samkeppnishæf skilyrði. Skilaboð Framsóknar felast nú í að minna á þörfina fyrir aukna varúð og læra af reynslunni við framkvæmd fjárlaga undanfarna áratugi. Við erum þekkt í ríkjum OECD fyrir að fara nánast ávallt út fyrir markmið fjárlaga. Við erum ekki nógu öguð þegar kemur að fjármálum ríkisins. Þetta er ein ástæða þess að verðbólga er hærri en hún þyrfti að vera. Veikleikar í útflutningsgreinum Stoðir útflutnings hafa veikst hratt. Álframleiðsla hefur dregist saman, fiskeldi stendur frammi fyrir áskorunum, óvissa ríkir í umhverfi ferðaþjónustu og ESB hefur sett tolla á útflutning kísilmálms. Á sama tíma munu auknar álögur á sjávarútveg draga úr fjárfestingu og breytt skattkerfi með hærri vörugjöldum þrengja svigrúm heimila og fyrirtækja. Í slíku umhverfi þarf að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hér má nefna tillögur Framsóknar um fjárfestingaátak atvinnuvega með hvötum til lausna sem miða að aukinni skilvirkni og orkusparnaði, markaðsátak til að styðja ferðaþjónustu og íslenska framleiðslu á erlendri grundu, að efla nýsköpun með nýjum nýsköpunarsjóði og stóreflingu íslenskunnar. Samfélagið þarf á aukinni hreyfingu að halda. Of bjartsýnar forsendur Seðlabankinn hefur staðfest að niðursveiflan sé komin „með meiri þunga og fyrr" en áður var talið. Í slíku ástandi er óábyrgt að byggja fjárlög á bestu mögulegu sviðsmynd. Skýrasta dæmið er áform um 8,5 milljarða tekjuaukningu vegna breytinga á vörugjöldum bifreiða. Allt bendir til þess að fólk og fyrirtæki muni flýta kaupum og rýra þannig tekjugrunn næsta árs. Á sama tíma er almennur varasjóður færður niður í 1% sem er lagalegt lágmark. Ekki er því búist við neinu einasta áfalli á næsta ári. Er það líklegt? Almennur varasjóður á að vera borð fyrir báru og tryggja að áætlanir fjárlaga 2026 haldi. Ósjálfbær þróun ríkisfjármála Heildargjöld ríkisins á árinu 2026 verða um 1.626 milljarðar, vaxtagjöld nálgast 150 milljarða sem eru tæplega 10% heildarútgjalda ríkisins. Þetta er fullkomlega ósjálfbær þróun. Halli næsta árs er áætlaður yfir 27 milljarðar króna. Slíkur halli er ekki verulegt áhyggjuefni eitt og sér, en ef ríkisstjórnin hyggst ná hallalausum fjárlögum árið 2027, sem er jákvætt markmið, þá þarf allt að ganga upp á næsta ári. Viðvörun fjármálaráðs Fjármálaráð benti sl. vor á að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 krefjist „mikils aga" og að forsendur um hagvöxt, verðbólgu og ytri áföll verði að ganga upp sem sé ólíklegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða fjármálaráðs er að „því mætti hafa meira borð fyrir báru svo að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 teljist trúverðugt." Við þurfum að taka þessum varnaðarorðum alvarlega. Óskýr markmið um árangur Annað sem vekur áhyggjur er að markmið fjárlaga um árangur og starfsemi heilbrigðisstofnana, menntakerfisins og atvinnuveganna eru afar óskýr. Lög um opinber fjármál gera kröfu um skýr markmið um starfsemi málefnasviða s.s. heilbrigðismála. Grundvallarspurningin er: Vitum við hvert við stefnum? Án skýrrar stefnu er ekki hægt að forgangsraða, meta hvort útgjöld séu réttlát eða tryggja markvissa framkvæmd fjárlaga. Leiðin fram á við Margt er jákvætt í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Áherslur Framsóknar varða það að benda á hættumerki og nauðsyn aukinnar varúðar. Þörf er á endurmati forsendna byggðu á raunverulegri stöðu hagkerfisins, stærri almennum varasjóði, markvissri mótvægisaðgerðum, skýrum og mælanlegum markmiðum um rekstur ríkisins og varkárari fjármálastjórn sem stuðlar að stöðugleika. Í janúar 2026 hefst vinna við nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2027–2031. Þar verður tækifæri til að leggja traustan grunn að hallalausum fjárlögum og ábyrgu ríkisfjármálakerfi. Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun