Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2025 15:31 Jayson Shaw var reiður út í áhorfanda en lét það ekki koma í veg fyrir öruggan sigur. Skjáskot/@matchroompool Það átti sér stað ansi skrautlegt atvik í Alexandra Palace í Lundúnum í gærkvöld, þegar keppt var í Mosconi-bikarnum sem er liðakeppni Bandaríkjanna og Evrópu í pool. Skotinn Jayson Shaw, fyrirliði Evrópuliðsins, brást reiður við hátterni áhorfanda þegar hann var að keppa við Skyler Woodward. Ekki er ljóst hvað áhorfandinn gerði til að ögra Shaw en Skotanum varð að minnsta kosti heitt í hamsi. Hann kallaði blótsyrði að áhorfandanum og lét hann vita að hann væri alveg til í að fara út fyrir höllina til að útkljá málin, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. WOW! 😳Jayson Shaw is not happy with somebody in the crowd 👀🍿#MosconiCup 🇪🇺🇺🇸 pic.twitter.com/z63n2RkMMT— Matchroom Pool (@MatchroomPool) December 3, 2025 Shaw vann svo öruggan sigur í viðureigninni og átti sinn þátt í því að Evrópa endaði með 4-0 forskot eftir fyrsta dag mótsins. Shaw hafði verið kokhraustur fyrir mótið enda Evrópu gengið vel og unnið síðustu fimm skipti, á þessu móti sem svipar til Ryder-bikarsins þekkta í golfi. „Ég held að þeim takist ekki að stöðva niðursveifluna. Þessir sömu fimm töpuðu með sannfærandi hætti í fyrra svo ég held að við vitum hvað þarf að gera,“ sagði Shaw við Sky Sports fyrir mótið. „Við spilum okkar leik og tökum frumkvæðið, þá molna þeir niður. Þeir gera það alltaf. Við sjáum það á andlitum þeirra – það er munurinn á okkur og þeim,“ sagði Shaw. Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Skotinn Jayson Shaw, fyrirliði Evrópuliðsins, brást reiður við hátterni áhorfanda þegar hann var að keppa við Skyler Woodward. Ekki er ljóst hvað áhorfandinn gerði til að ögra Shaw en Skotanum varð að minnsta kosti heitt í hamsi. Hann kallaði blótsyrði að áhorfandanum og lét hann vita að hann væri alveg til í að fara út fyrir höllina til að útkljá málin, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. WOW! 😳Jayson Shaw is not happy with somebody in the crowd 👀🍿#MosconiCup 🇪🇺🇺🇸 pic.twitter.com/z63n2RkMMT— Matchroom Pool (@MatchroomPool) December 3, 2025 Shaw vann svo öruggan sigur í viðureigninni og átti sinn þátt í því að Evrópa endaði með 4-0 forskot eftir fyrsta dag mótsins. Shaw hafði verið kokhraustur fyrir mótið enda Evrópu gengið vel og unnið síðustu fimm skipti, á þessu móti sem svipar til Ryder-bikarsins þekkta í golfi. „Ég held að þeim takist ekki að stöðva niðursveifluna. Þessir sömu fimm töpuðu með sannfærandi hætti í fyrra svo ég held að við vitum hvað þarf að gera,“ sagði Shaw við Sky Sports fyrir mótið. „Við spilum okkar leik og tökum frumkvæðið, þá molna þeir niður. Þeir gera það alltaf. Við sjáum það á andlitum þeirra – það er munurinn á okkur og þeim,“ sagði Shaw.
Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira