Lífið

Siggi Ingvars og Alma Finn­boga fjölga sér

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Siggi Ingvars og Alma Finnbogadóttir eiga von á barni.
Siggi Ingvars og Alma Finnbogadóttir eiga von á barni. Instagram

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson er enn og aftur að verða afi og er mikið barnalán í kringum fjölskylduna. Sonur hans og sömuleiðis leikarinn Sigurður Ingvarsson og sambýliskona hans, viðskiptafræðingurinn Alma Finnbogadóttir, eiga von á barni.

Nýverið héldu vinir parsins barnasturtu og komu þeim skemmtilega á óvart. 

Siggi og Alma hafa verið par í rúm fimm ár og bjuggu um stund saman í New York, þar sem Alma stundaði nám við listaháskólann Parsons en hún starfar nú hjá auglýsingaskrifstofunni Pipar. Nú búa hjúin í Vesturbænum. 

Siggi hefur vakið athygli í leiklistarheiminum, þar á meðal í hlutverki sínu í Snertingu og sem Ragnar í þáttunum um Vigdísi.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.