Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 4. desember 2025 08:03 Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun