Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 06:32 Alan Ruschel með hinum tveimur liðsfélögunum, Neto og Follmann, sem komust af í flugslysinu. Myndin er tekin í góðgerðaleik á móti Barcelona í ágúst 2017. Getty/Alex Caparros Einn af þeim þremur leikmönnum brasilíska félagsins Chapecoense sem komust af hefur nú rætt þessa skelfilegu lífsreynslu sína fyrir næstum því tíu árum síðar. 19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira