Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson, Edda Austmann og Sigrún Grendal skrifa 1. desember 2025 15:00 Á Degi íslenskrar tónlistar lýsum við þungum áhyggjum af þróun og málefnum tónlistarmenntunar á Íslandi og köllum eftir að ráðist verði í neðangreindar aðgerðir hið snarasta. Heildarlög um tónlistarskóla og endurskoðun aðalnámskrár forgangsmál Við, hagaðilar tónlistarmenntunar, teljum brýnt að ráðist verði í gerð heildarlaga um tónlistarskóla hið fyrsta, enda engin lög til um listmenntun í landinu, hvorki heildstæð né í einstökum greinum, líkt og fram kemur í aðgerðaáætlun menntastefnu 2030. Setja skal fram skýra stefnu í málefnum tónlistarmenntunar með nýju lögunum, þar sem jafnrétti til náms er í forgrunni. Auka þarf aðgengi að tónlistarnámi og viðurkenna það sem mikilvægan hluta gæðamenntunar. Vísast hér til Ramma UNESCO um menningar- og listmenntun frá árinu 2024 sem stendur fyrir dyrum að innleiða samkvæmt aðgerðaáætlun menntastefnu 2030. Hagaðilar tónlistarmenntunar leggja áherslu á að heildarendurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla, sem dregist hefur fram úr hófi, verði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Það er mikilvægt að aðalnámskrá tónlistarskóla endurspegli menntaumhverfið á hverjum tíma, en á meðan endurskoðun á aðalnámskrám og lagaumhverfi annarra skólagerða er reglubundin, er núgildandi aðalnámskrá tónlistarskóla frá aldamótaárinu 2000. Það hefur áhrif á samstillingu kerfa í þágu nemenda, t.d. varðandi samfellu náms, mat á tónlistarnámi sem hluta af öðru námi, áherslu á fjölbreytta hæfni nemenda og nám við hæfi, svo dæmi séu nefnd. Lengi hefur verið bent á mikilvægi þess að ráðinn verði sérfræðingur á málefnasviði tónlistarskóla í mennta- og barnamálaráðuneytið og er það áréttað hér með vísan til framangreindra verkefna, um leið og ráðuneytið er hvatt til þess að taka málaflokk tónlistarmenntunar föstum tökum. Fjárframlög endurspegli stefnu stjórnvalda Fjárframlög til tónlistarskóla hafa sætt verulegum niðurskurði á undanförnum árum, einkum í Reykjavík, sem eðli málsins samkvæmt hefur komið niður á framboði á tónlistarkennslu og aðgengi nemenda að tónlistarnámi. Framlög Reykjavíkur til tónlistarskóla námu tæplega 1,3 milljörðum árið 2024. Árið 2008 námu þau tæplega 900 milljónum sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða á verðlagi 2024, sé miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs. Á þann mælikvarða hafa framlögin því lækkað um rúmlega 30%. Þar sem Reykjavíkurborg veitir tónlistarskólum framlög til greiðslu launa er rétt að horfa til breytinga á launavísitölu þegar útgjöld til tónlistarskóla eru borin saman milli ára. Á þann mælikvarða svara útgjöldin 2008 til ríflega 2,6 milljarða árið 2024, sem er tvöfalt hærri upphæð en framlag Reykjavíkur til tónlistarskólanna það ár – sem þýðir ríflega 50% niðurskurð. Þessi niðurskurður á framlögum hefur átt sér stað á sama tíma og íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað umtalsvert, eða um 16% milli áranna 2008 og 2024. Niðurskurðurinn gengur þvert á stefnu Reykjavíkurborgar um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, þar sem forgangsáhersla er á markvissa fjölgun tónlistarnemenda í borginni. Tónlistarborgin Reykjavík þarf að fylgja eftir sinni eigin stefnu um tónlistarmenntun til að geta staðið undir nafni. Með sama hætti hafa framlög til tónlistarnáms á grundvelli samkomulags milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2011, um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dregist saman um 35% á tímabilinu 2012 til 2024, að teknu tilliti til launavísitölu. Á sama tímabili hefur íbúum á Íslandi fjölgað um tæplega 22%. Það er því tæplega hægt að segja að samkomulagið um eflingu tónlistarnáms standi undir nafni. Með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms var lagður grundvöllur að heildstæðum lögum um tónlistarskóla, sem áttu að koma í stað laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 – sem eru að stofninum til frá 1963 og orðin löngu úrelt. Í samkomulaginu var kveðið á um að leggja ætti fram frumvarp til laga um tónlistarskóla innan tveggja ára, þ.e. fyrir 31. ágúst 2013, þar sem m.a. yrði fyrirkomið framtíðarskipan fjárhagslegra samskipta milli ríkis og sveitarfélaga á sviði tónlistarmenntunar. Samkomulagið hefur verið endurnýjað fimm sinnum, frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram rúmum tólf árum síðar og á meðan togstreita ríkis og sveitarfélaga um fyrirkomulag kostnaðarskiptingar í málaflokknum lifir góðu lífi, geldur tónlistarmenntun í landinu fyrir. Hagaðilar tónlistarmenntunar skora á stjórnvöld að höggva á þennan Gordíonshnút og sammælast um þá leið að fyrirkomulag kostnaðarskiptingar verði með sama hætti og í almenna skólakerfinu, þar sem horft er til aldurs nemenda. Það er brýnt að þessum málum verði komið í uppbyggilegan farveg svo með heildarlögum megi tryggja starfsemi tónlistarskóla faglegan og rekstrarlegan stöðugleika með fyrirsjáanleika í fjármögnun skólanna. Markvissra aðgerða þörf í nýliðun tónlistarkennara Í tónlistarstefnu þjóðarinnar kemur fram að „mikill skortur er á tónlistarkennurum í öllum tegundum skóla og er meðalaldur stéttarinnar einn sá hæsti í kennarastétt. Kerfið er ekki sjálfbært og þörf á markvissu átaki í nýliðun.“ Framangreint er áréttað í nýlegri úttekt á starfsemi tónlistarskóla, sem ARCUR framkvæmdi fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið. Hagaðilar tónlistarmenntunar leggja áherslu á að menntayfirvöld grípi til markvissra aðgerða og hrindi af stað átaki í nýliðun tónlistarkennara hið fyrsta, með vísun í aðgerðaáætlun með tónlistarstefnu. Listaháskóli Íslands (LHÍ) gegnir mikilvægu hlutverki í nýliðun í stétt tónlistarkennara. Skólinn vinnur nú að endurskoðun á námsframboði í tónlistarkennslu á bakkalársstigi samhliða áframhaldandi þróun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu. Mikilvægt er að grundvallarhlutverk LHÍ sem lýtur að menntun tónlistarkennara á Íslandi sé skýrt skilgreint í samningum við ráðuneyti og fjármögnun tryggð. Hagaðilar tónlistarmenntunar ítreka að nám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands er sérhæft listkennslunám og mikilvægt að fjármögnun námsins sé í samræmi við það. Um er að ræða fámennt en afar samfélagslega mikilvægt nám, sem tónlistarskólakerfið á Íslandi og framþróun þess byggir á. Tónmenntakennarar þurfa að hafa sterkan tónlistarlegan bakgrunn og það er nauðsynlegt að til staðar sé öflugt háskólanám fyrir tónmenntakennara og söng- og kórstjórnendur framtíðarinnar, þar sem byggt er á þeim sterka grunni sem tónlistarskólar landsins leggja. Efla þarf tónmennt og söng í skólum Hagaðilar tónlistarmenntunar hvetja til þess að mikilvægi tónmenntar sem lykilgreinar í skólastarfi verði viðurkennt. Unnið verði að eflingu tónmenntar þannig að tryggja megi að allir nemendur njóti lögbundinnar tónmenntakennslu, sem hefur verið á undanhaldi. Hvatt er til þess að skapaðir séu farvegir fyrir söng og tónlist sem víðast í starfi grunnskóla og möguleikar tónlistar til að hafa jákvæð áhrif á líðan barna, svo sem sjálfstraust þeirra og félagslega þátttöku, markvisst nýttir. Þá ætti söngur og tónlist að skipa stóran sess í starfi leikskóla sem öflugt alhliða þroskatæki en til dæmis styður söngur við bæði máltöku og málþroska barna, hvort sem íslenska er þeirra annað tungumál eða móðurmál. Byggjum á því sem vel hefur verið gert Í tónlistarstefnu þjóðarinnar segir: „Á Íslandi skal vera aðgengi að fjölbreyttri tónlistarmenntun á öllum skólastigum og börn og unglingar eiga að geta haft aðgang að tónlistarnámi óháð bakgrunni og búsetu.“ Stjórnvöld skuli tryggja inngildingu og aðgengi barna og ungmenna að tónlist og tónlistarmenntun. Við eigum að byggja á því sem vel hefur verið gert og viðhalda, efla og þróa áfram okkar sterku söng- og tónlistarmenningu. Þar er tónlistarmenntun grunnurinn og að honum þarf að hlúa. Við undirrituð hvetjum stjórnvöld, sveitarfélög og menntastofnanir til að vinna saman að því að efla tónlistarmenntun á öllum skólastigum og skólagerðum á Íslandi og tryggja nauðsynlega umgjörð hennar og stoðir. Með því stuðlum við að samfélagslegri farsæld til framtíðar. Framangreint er ritað fyrir hönd eftirfarandi hagaðila tónlistarmenntunar: Tónlistarmiðstöð, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtök tónlistarskólastjóra, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra tónlistarmanna, Tónskáldafélag Íslands, Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Félag tónskálda og textahöfunda, Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Félag íslenskra kórstjóra, Tónmenntakennarafélag Íslands, Félag íslenskra söngkennara, Listaháskóli Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Höfundar eru formaður Samtaka tónlistarskólastjóra, formaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík og formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Tónlistarnám Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Á Degi íslenskrar tónlistar lýsum við þungum áhyggjum af þróun og málefnum tónlistarmenntunar á Íslandi og köllum eftir að ráðist verði í neðangreindar aðgerðir hið snarasta. Heildarlög um tónlistarskóla og endurskoðun aðalnámskrár forgangsmál Við, hagaðilar tónlistarmenntunar, teljum brýnt að ráðist verði í gerð heildarlaga um tónlistarskóla hið fyrsta, enda engin lög til um listmenntun í landinu, hvorki heildstæð né í einstökum greinum, líkt og fram kemur í aðgerðaáætlun menntastefnu 2030. Setja skal fram skýra stefnu í málefnum tónlistarmenntunar með nýju lögunum, þar sem jafnrétti til náms er í forgrunni. Auka þarf aðgengi að tónlistarnámi og viðurkenna það sem mikilvægan hluta gæðamenntunar. Vísast hér til Ramma UNESCO um menningar- og listmenntun frá árinu 2024 sem stendur fyrir dyrum að innleiða samkvæmt aðgerðaáætlun menntastefnu 2030. Hagaðilar tónlistarmenntunar leggja áherslu á að heildarendurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla, sem dregist hefur fram úr hófi, verði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Það er mikilvægt að aðalnámskrá tónlistarskóla endurspegli menntaumhverfið á hverjum tíma, en á meðan endurskoðun á aðalnámskrám og lagaumhverfi annarra skólagerða er reglubundin, er núgildandi aðalnámskrá tónlistarskóla frá aldamótaárinu 2000. Það hefur áhrif á samstillingu kerfa í þágu nemenda, t.d. varðandi samfellu náms, mat á tónlistarnámi sem hluta af öðru námi, áherslu á fjölbreytta hæfni nemenda og nám við hæfi, svo dæmi séu nefnd. Lengi hefur verið bent á mikilvægi þess að ráðinn verði sérfræðingur á málefnasviði tónlistarskóla í mennta- og barnamálaráðuneytið og er það áréttað hér með vísan til framangreindra verkefna, um leið og ráðuneytið er hvatt til þess að taka málaflokk tónlistarmenntunar föstum tökum. Fjárframlög endurspegli stefnu stjórnvalda Fjárframlög til tónlistarskóla hafa sætt verulegum niðurskurði á undanförnum árum, einkum í Reykjavík, sem eðli málsins samkvæmt hefur komið niður á framboði á tónlistarkennslu og aðgengi nemenda að tónlistarnámi. Framlög Reykjavíkur til tónlistarskóla námu tæplega 1,3 milljörðum árið 2024. Árið 2008 námu þau tæplega 900 milljónum sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða á verðlagi 2024, sé miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs. Á þann mælikvarða hafa framlögin því lækkað um rúmlega 30%. Þar sem Reykjavíkurborg veitir tónlistarskólum framlög til greiðslu launa er rétt að horfa til breytinga á launavísitölu þegar útgjöld til tónlistarskóla eru borin saman milli ára. Á þann mælikvarða svara útgjöldin 2008 til ríflega 2,6 milljarða árið 2024, sem er tvöfalt hærri upphæð en framlag Reykjavíkur til tónlistarskólanna það ár – sem þýðir ríflega 50% niðurskurð. Þessi niðurskurður á framlögum hefur átt sér stað á sama tíma og íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað umtalsvert, eða um 16% milli áranna 2008 og 2024. Niðurskurðurinn gengur þvert á stefnu Reykjavíkurborgar um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, þar sem forgangsáhersla er á markvissa fjölgun tónlistarnemenda í borginni. Tónlistarborgin Reykjavík þarf að fylgja eftir sinni eigin stefnu um tónlistarmenntun til að geta staðið undir nafni. Með sama hætti hafa framlög til tónlistarnáms á grundvelli samkomulags milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2011, um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dregist saman um 35% á tímabilinu 2012 til 2024, að teknu tilliti til launavísitölu. Á sama tímabili hefur íbúum á Íslandi fjölgað um tæplega 22%. Það er því tæplega hægt að segja að samkomulagið um eflingu tónlistarnáms standi undir nafni. Með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms var lagður grundvöllur að heildstæðum lögum um tónlistarskóla, sem áttu að koma í stað laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 – sem eru að stofninum til frá 1963 og orðin löngu úrelt. Í samkomulaginu var kveðið á um að leggja ætti fram frumvarp til laga um tónlistarskóla innan tveggja ára, þ.e. fyrir 31. ágúst 2013, þar sem m.a. yrði fyrirkomið framtíðarskipan fjárhagslegra samskipta milli ríkis og sveitarfélaga á sviði tónlistarmenntunar. Samkomulagið hefur verið endurnýjað fimm sinnum, frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram rúmum tólf árum síðar og á meðan togstreita ríkis og sveitarfélaga um fyrirkomulag kostnaðarskiptingar í málaflokknum lifir góðu lífi, geldur tónlistarmenntun í landinu fyrir. Hagaðilar tónlistarmenntunar skora á stjórnvöld að höggva á þennan Gordíonshnút og sammælast um þá leið að fyrirkomulag kostnaðarskiptingar verði með sama hætti og í almenna skólakerfinu, þar sem horft er til aldurs nemenda. Það er brýnt að þessum málum verði komið í uppbyggilegan farveg svo með heildarlögum megi tryggja starfsemi tónlistarskóla faglegan og rekstrarlegan stöðugleika með fyrirsjáanleika í fjármögnun skólanna. Markvissra aðgerða þörf í nýliðun tónlistarkennara Í tónlistarstefnu þjóðarinnar kemur fram að „mikill skortur er á tónlistarkennurum í öllum tegundum skóla og er meðalaldur stéttarinnar einn sá hæsti í kennarastétt. Kerfið er ekki sjálfbært og þörf á markvissu átaki í nýliðun.“ Framangreint er áréttað í nýlegri úttekt á starfsemi tónlistarskóla, sem ARCUR framkvæmdi fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið. Hagaðilar tónlistarmenntunar leggja áherslu á að menntayfirvöld grípi til markvissra aðgerða og hrindi af stað átaki í nýliðun tónlistarkennara hið fyrsta, með vísun í aðgerðaáætlun með tónlistarstefnu. Listaháskóli Íslands (LHÍ) gegnir mikilvægu hlutverki í nýliðun í stétt tónlistarkennara. Skólinn vinnur nú að endurskoðun á námsframboði í tónlistarkennslu á bakkalársstigi samhliða áframhaldandi þróun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu. Mikilvægt er að grundvallarhlutverk LHÍ sem lýtur að menntun tónlistarkennara á Íslandi sé skýrt skilgreint í samningum við ráðuneyti og fjármögnun tryggð. Hagaðilar tónlistarmenntunar ítreka að nám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands er sérhæft listkennslunám og mikilvægt að fjármögnun námsins sé í samræmi við það. Um er að ræða fámennt en afar samfélagslega mikilvægt nám, sem tónlistarskólakerfið á Íslandi og framþróun þess byggir á. Tónmenntakennarar þurfa að hafa sterkan tónlistarlegan bakgrunn og það er nauðsynlegt að til staðar sé öflugt háskólanám fyrir tónmenntakennara og söng- og kórstjórnendur framtíðarinnar, þar sem byggt er á þeim sterka grunni sem tónlistarskólar landsins leggja. Efla þarf tónmennt og söng í skólum Hagaðilar tónlistarmenntunar hvetja til þess að mikilvægi tónmenntar sem lykilgreinar í skólastarfi verði viðurkennt. Unnið verði að eflingu tónmenntar þannig að tryggja megi að allir nemendur njóti lögbundinnar tónmenntakennslu, sem hefur verið á undanhaldi. Hvatt er til þess að skapaðir séu farvegir fyrir söng og tónlist sem víðast í starfi grunnskóla og möguleikar tónlistar til að hafa jákvæð áhrif á líðan barna, svo sem sjálfstraust þeirra og félagslega þátttöku, markvisst nýttir. Þá ætti söngur og tónlist að skipa stóran sess í starfi leikskóla sem öflugt alhliða þroskatæki en til dæmis styður söngur við bæði máltöku og málþroska barna, hvort sem íslenska er þeirra annað tungumál eða móðurmál. Byggjum á því sem vel hefur verið gert Í tónlistarstefnu þjóðarinnar segir: „Á Íslandi skal vera aðgengi að fjölbreyttri tónlistarmenntun á öllum skólastigum og börn og unglingar eiga að geta haft aðgang að tónlistarnámi óháð bakgrunni og búsetu.“ Stjórnvöld skuli tryggja inngildingu og aðgengi barna og ungmenna að tónlist og tónlistarmenntun. Við eigum að byggja á því sem vel hefur verið gert og viðhalda, efla og þróa áfram okkar sterku söng- og tónlistarmenningu. Þar er tónlistarmenntun grunnurinn og að honum þarf að hlúa. Við undirrituð hvetjum stjórnvöld, sveitarfélög og menntastofnanir til að vinna saman að því að efla tónlistarmenntun á öllum skólastigum og skólagerðum á Íslandi og tryggja nauðsynlega umgjörð hennar og stoðir. Með því stuðlum við að samfélagslegri farsæld til framtíðar. Framangreint er ritað fyrir hönd eftirfarandi hagaðila tónlistarmenntunar: Tónlistarmiðstöð, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtök tónlistarskólastjóra, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra tónlistarmanna, Tónskáldafélag Íslands, Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Félag tónskálda og textahöfunda, Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Félag íslenskra kórstjóra, Tónmenntakennarafélag Íslands, Félag íslenskra söngkennara, Listaháskóli Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Höfundar eru formaður Samtaka tónlistarskólastjóra, formaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík og formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun