Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2025 09:01 Elaine Miles árið 1993. Hún er þekktust fyrir hlutverk móttökuritarans Marilyn í þáttunum Á norðurslóðum á 10. áratugnum. Vísir/Getty Grímuklæddir og óauðkenndir útsendarar innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna stöðvuðu Elaine Miles, bandaríska leikkonu, og neituðu að viðurkenna persónuskírteini frumbyggjaættbálks hennar. Dæmi eru um að frumbyggjar hafi verið handteknir í herferð Bandaríkjastjórnar gegn innflytjendum. Miles er þekktust fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari geðills stórborgarlæknis í Alaska í þáttunum „Á norðurslóðum“ sem voru sýndir á Stöð 2 sem þá hét á 10. áratugnum. Nú nýlega lék hún lítið hlutverk í uppvakningadramanu „Last of us“ á HBO. Hún segist hafa verið á gangi að strætisvagnabiðstöð í Redmond utan við Seattle í Washington-ríki þegar fjórir grímuklæddir menn stigu út úr tveimur svörtum og ómerktum jeppum og kröfðu hana um skilríki. Þeir hafi verið á vegum innflytjendastofnunarinnar ICE. Þegar hún framvísaði nafnskírteini sínu frá Umatilla-ættbálknum í nágrannaríkinu Oregon sögðu fulltrúarnir að það væri „falsað“ og að „hver sem er gæti búið þetta til“, að því er kemur fram í frétt staðarmiðilsins Seattle Times. Það var ekki fyrr en Miles hringdi sjálf í síma opinberrar stofunar á verndarsvæði Umatilla-ættbálksins sem annar útsendari ICE sem var enn í öðrum bílnum kallaði hina til baka. Enginn mannanna gaf upp nafn sitt eða númer þegar Miles krafði þá um það. Sama dag og rassía var gerð í verslunarmiðstöð í borginni Innflytjendastofnunin hefur staðið fyrir fjölda rassía gegn innflytjendum víðsvegar um Bandaríkin frá því að Donald Trump tók aftur við völdum í janúar. Hart hefur verið deilt á aðferðir hennar, sérstaklega þegar óeinkennisklæddir, óauðkenndir og grímuklæddir menn grípa fólk á götum úti og stinga því upp í bíla. Nýlega réðust þungvopnaðir útsendarar stofnunarinnar til inngöngu í fjölbýlishús í Chicago í Illinois með því að láta sig síga niður úr herþyrlu. Börn voru á meðal íbúa hússins sem voru bundin á höndum í aðgerðinni. Enginn íbúa hússins var ákærður eftir rassíuna sem sjónvarpsfréttamönnum hafði sérstaklega verið boðið að fylgjast með. Daginn sem Miles var stöðvuð í Redmond handtóku útsendarar ICE fjölda manns í Bear Creek Village-verslunarmiðstöðinni þar. Bæjaryfirvöld í Redmond ákváðu í kjölfarið að slökkva á öryggismyndavélum sem geta lesið númeraplötur bifreiða af áhyggjum af því að ICE gæti notað þær í aðgerðum sínum. Frumbyggjakona gripin þegar henni var sleppt úr fangelsi Miles segir að bæði sonur sinn og frændi hafi verið stöðvaðir af útsendurum ICE sem vildu ekki taka ættbálkaskírteini þeirra gild til að byrja með. Seattle Times segir það tiltölulega fátítt að frumbyggjar verði fyrir barðinu á ICE. Nýlegt dæmi er þó frá Des Moines í Iowa þar sem frumbyggjakona frá Arizona var handtekin um leið og henni var sleppt úr fangelsi. Henni var á endanum sleppt. Bandaríkjastjórn hélt því upphaflega fram að markmið aðgerða ICE væri að klófesta hættulega glæpamenn og ofbeldismenn sem dveldu ólöglega í Bandaríkjunum. Í reynd hefur hún hins vegar að miklu leyti beint spjótum sínum að fólki án sakaferils sem er jafnvel að sækja um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Þannig hafa fulltrúar stofnunar meðal annars veitt fólki fyrirsát þegar það kemur út úr viðtölum við opinberar stofnanir í tengslum við umsóknir þeirra um að fá að dvelja í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira
Miles er þekktust fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari geðills stórborgarlæknis í Alaska í þáttunum „Á norðurslóðum“ sem voru sýndir á Stöð 2 sem þá hét á 10. áratugnum. Nú nýlega lék hún lítið hlutverk í uppvakningadramanu „Last of us“ á HBO. Hún segist hafa verið á gangi að strætisvagnabiðstöð í Redmond utan við Seattle í Washington-ríki þegar fjórir grímuklæddir menn stigu út úr tveimur svörtum og ómerktum jeppum og kröfðu hana um skilríki. Þeir hafi verið á vegum innflytjendastofnunarinnar ICE. Þegar hún framvísaði nafnskírteini sínu frá Umatilla-ættbálknum í nágrannaríkinu Oregon sögðu fulltrúarnir að það væri „falsað“ og að „hver sem er gæti búið þetta til“, að því er kemur fram í frétt staðarmiðilsins Seattle Times. Það var ekki fyrr en Miles hringdi sjálf í síma opinberrar stofunar á verndarsvæði Umatilla-ættbálksins sem annar útsendari ICE sem var enn í öðrum bílnum kallaði hina til baka. Enginn mannanna gaf upp nafn sitt eða númer þegar Miles krafði þá um það. Sama dag og rassía var gerð í verslunarmiðstöð í borginni Innflytjendastofnunin hefur staðið fyrir fjölda rassía gegn innflytjendum víðsvegar um Bandaríkin frá því að Donald Trump tók aftur við völdum í janúar. Hart hefur verið deilt á aðferðir hennar, sérstaklega þegar óeinkennisklæddir, óauðkenndir og grímuklæddir menn grípa fólk á götum úti og stinga því upp í bíla. Nýlega réðust þungvopnaðir útsendarar stofnunarinnar til inngöngu í fjölbýlishús í Chicago í Illinois með því að láta sig síga niður úr herþyrlu. Börn voru á meðal íbúa hússins sem voru bundin á höndum í aðgerðinni. Enginn íbúa hússins var ákærður eftir rassíuna sem sjónvarpsfréttamönnum hafði sérstaklega verið boðið að fylgjast með. Daginn sem Miles var stöðvuð í Redmond handtóku útsendarar ICE fjölda manns í Bear Creek Village-verslunarmiðstöðinni þar. Bæjaryfirvöld í Redmond ákváðu í kjölfarið að slökkva á öryggismyndavélum sem geta lesið númeraplötur bifreiða af áhyggjum af því að ICE gæti notað þær í aðgerðum sínum. Frumbyggjakona gripin þegar henni var sleppt úr fangelsi Miles segir að bæði sonur sinn og frændi hafi verið stöðvaðir af útsendurum ICE sem vildu ekki taka ættbálkaskírteini þeirra gild til að byrja með. Seattle Times segir það tiltölulega fátítt að frumbyggjar verði fyrir barðinu á ICE. Nýlegt dæmi er þó frá Des Moines í Iowa þar sem frumbyggjakona frá Arizona var handtekin um leið og henni var sleppt úr fangelsi. Henni var á endanum sleppt. Bandaríkjastjórn hélt því upphaflega fram að markmið aðgerða ICE væri að klófesta hættulega glæpamenn og ofbeldismenn sem dveldu ólöglega í Bandaríkjunum. Í reynd hefur hún hins vegar að miklu leyti beint spjótum sínum að fólki án sakaferils sem er jafnvel að sækja um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Þannig hafa fulltrúar stofnunar meðal annars veitt fólki fyrirsát þegar það kemur út úr viðtölum við opinberar stofnanir í tengslum við umsóknir þeirra um að fá að dvelja í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira